Skiptar skoðanir um styttingu afgreiðslutíma veitingahúsa 16. ágúst 2007 16:15 Veitingamenn vilja að lögreglan sé sýnilegri í miðbænum um helgar. MYND/HJ Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá." Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá."
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira