Innlent

Tjón þegar vatnsleiðsla sprakk

Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að húsi við Faxabraut í Keflavík þegar vatnsleiðsla sprakk þar fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar rifnaði malbik upp á stórum kafla í götunni og mikið vatn flæddi. Svo virðist sem að minnsta kosti eitt hús hafi orðið fyrir talsverðum skemmdum. Lögreglan segir að enn sé unnið að því að bjarga verðmætum frá vatnstjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×