Dýrara að leggja einkabílnum en einkaþotunni 16. ágúst 2007 18:30 Aðeins kostar um fimmtán til átján hundruð krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í þrjátíu klukkustundir. Ef aðeins er stoppað í sex tíma kostar ekkert að leggja á flugvellilnum. Bifreiðaeigendur þurfa hins vegar að greiða fyrir hverja mínútu sem þeir leggja bílum sínum í miðborginni. Sífellt fleiri festa kaup á einkaþotum til að ferðast til og frá landinu. Þegar slík þota kemur til landsins er kallaður út starfsmaður frá tollgæslunni til að athuga hvort farþegar eru með einhvern tollskyldan varning í fórum sínum. Farþegar þotnanna greiða ekki fyrir þá þjónustu nema ef þeir koma til landsins á kvöldin eða næturnar, heldur ber ríkið kostnaðinn. Eftir því sem einkaþotum fjölgar hér á landi eykst álagið á starfsmenn tollgæslunnar en fjórir til sex starfsmenn sinna þessari tollgæslu með öðrum verkefnum. Guðni Markús Sigmundsson hjá Tollgæslunni sagði í samtali við fréttastofu að starfsmönnum hefði ekki verið fjölgað í takt við aukin verkefni heldur væri álagið á þessa starfsmenn meira nú og yfirvinnutímar fleiri. Hann gat þó ekki gefið upp hver kostnaðurinn vegna þessa væri Þegar einkaþoturnar eru ekki í notkun þá er þeim lagt á Reykjavíkurflugvelli. Þar borga menn fyrir stæðið líkt og menn gera fyrir bílastæði í miðbænum. Ekkert er greitt fyrir fyrstu sex klukkustundirnar sem vélunum er lagt á vellinum en eftir það kostar að leggja hverju tonni af flugvél rúmar 94 krónur á sólarhring. Algeng þyngd á einkaþotu er 16-20 tonn sem þýðir að það kostar um 15-1800 krónur að leggja einkaþotu á flugvellinum í 30 klukkustundir. Til samanburðar má geta þess að ef bíl er lagt í miðbæ Reykjavíkur kostar hver klukkustund 150 krónur sem gera 4500 krónur fyrir 30 klukkustundir. Það er því mun dýrara að leggja einkabílnum en einkaþotunni í Reykjavík. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Aðeins kostar um fimmtán til átján hundruð krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í þrjátíu klukkustundir. Ef aðeins er stoppað í sex tíma kostar ekkert að leggja á flugvellilnum. Bifreiðaeigendur þurfa hins vegar að greiða fyrir hverja mínútu sem þeir leggja bílum sínum í miðborginni. Sífellt fleiri festa kaup á einkaþotum til að ferðast til og frá landinu. Þegar slík þota kemur til landsins er kallaður út starfsmaður frá tollgæslunni til að athuga hvort farþegar eru með einhvern tollskyldan varning í fórum sínum. Farþegar þotnanna greiða ekki fyrir þá þjónustu nema ef þeir koma til landsins á kvöldin eða næturnar, heldur ber ríkið kostnaðinn. Eftir því sem einkaþotum fjölgar hér á landi eykst álagið á starfsmenn tollgæslunnar en fjórir til sex starfsmenn sinna þessari tollgæslu með öðrum verkefnum. Guðni Markús Sigmundsson hjá Tollgæslunni sagði í samtali við fréttastofu að starfsmönnum hefði ekki verið fjölgað í takt við aukin verkefni heldur væri álagið á þessa starfsmenn meira nú og yfirvinnutímar fleiri. Hann gat þó ekki gefið upp hver kostnaðurinn vegna þessa væri Þegar einkaþoturnar eru ekki í notkun þá er þeim lagt á Reykjavíkurflugvelli. Þar borga menn fyrir stæðið líkt og menn gera fyrir bílastæði í miðbænum. Ekkert er greitt fyrir fyrstu sex klukkustundirnar sem vélunum er lagt á vellinum en eftir það kostar að leggja hverju tonni af flugvél rúmar 94 krónur á sólarhring. Algeng þyngd á einkaþotu er 16-20 tonn sem þýðir að það kostar um 15-1800 krónur að leggja einkaþotu á flugvellinum í 30 klukkustundir. Til samanburðar má geta þess að ef bíl er lagt í miðbæ Reykjavíkur kostar hver klukkustund 150 krónur sem gera 4500 krónur fyrir 30 klukkustundir. Það er því mun dýrara að leggja einkabílnum en einkaþotunni í Reykjavík.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira