Áskorunin hljóðar upp á óbreytt ástand 16. ágúst 2007 20:02 Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir að áskorun sem samþykkt var á fjölmennum fundi í Salnum í gærkvöldi hafi komið sér afskaplega mikið á óvart. Að hans mati hljóðar áskorunin upp á að gera einfaldlega ekki neitt á svæðinu. Hann segir að samtökum um betri byggð á Kársnesi sé greinilega einnig sama um hvort hægt sé að halda störfum í bæjarfélaginu. Hún hljómar upp á að gera ekki neitt. „Verði þessu fólki að vilja sínum þýðir það bara óbreytt ástand á vestursvæði Kárssness," segir Gunnar. „Þau eru greinilega ánægð með Kársnesið eins og það er í dag og þessi áskorun kom mér verulega á óvart," segir bæjarstjórinn. Rúmlega 300 manns mættu á íbúafundinn í gærkvöldi og þar var samþykkt nær einróma að skora á bæjaryfirvöld að falla frá stækkun hafnarinnar, gerð landfyllingar, aukningu atvinnuhúsnæðis og hafnsækinnar starfsemi. Þá voru yfirvöld einnig hvött til að hætta við áform um frekari íbúafjölgun á Kársnesi. „Ég held nú að það sé vilji flestra íbúa hér í hverfinu að þrífa eitthvað til hér á vestanverðu nesinu," segir Gunnar. Hann segir þó að ekkert verði gert á svæðinu án þess að Kópavogsbúar verði hafðir með í ráðum. „Við ákváðum í dag að framlengja frestinn til að skila inn athugasemdum um tvær vikur. Eftir það verður haft samráð við íbúana um framhald málsins." Gunnar segir augljóst að fólk sé ekki tilbúið til þess að stækka höfnina og að yfirvöld séu tilbúin til að skoða það mál. Gunnar segist ekki ánægður með framsetningu málsins á fundinum í gærkvöldi. Þar hafi verið snúið út úr tölum og þær túlkaðar frjálslega. „Það var afar djarft farið með tölur og ég veit ekki hvað fólk telur sig vinna með því," segir Gunnar. Hann segir að þegar liggi fyrir ákvörðun um að íbúabyggð á tveimur reitum á Kársnesinu og að það sé um að ræða um 220 íbúðir. Gunnar segir að farið verði varlega í alla uppbyggingu á svæðinu og hugað verði vel að því að ofbjóða ekki innviðum hverfisins. Hann bendir á að bílaumferð hafi ekki aukist mikið á Kársnesbrautinni síðasta áratuginn enda hafi eldri íbúum fjölgað á kostnað barnafólks. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir að áskorun sem samþykkt var á fjölmennum fundi í Salnum í gærkvöldi hafi komið sér afskaplega mikið á óvart. Að hans mati hljóðar áskorunin upp á að gera einfaldlega ekki neitt á svæðinu. Hann segir að samtökum um betri byggð á Kársnesi sé greinilega einnig sama um hvort hægt sé að halda störfum í bæjarfélaginu. Hún hljómar upp á að gera ekki neitt. „Verði þessu fólki að vilja sínum þýðir það bara óbreytt ástand á vestursvæði Kárssness," segir Gunnar. „Þau eru greinilega ánægð með Kársnesið eins og það er í dag og þessi áskorun kom mér verulega á óvart," segir bæjarstjórinn. Rúmlega 300 manns mættu á íbúafundinn í gærkvöldi og þar var samþykkt nær einróma að skora á bæjaryfirvöld að falla frá stækkun hafnarinnar, gerð landfyllingar, aukningu atvinnuhúsnæðis og hafnsækinnar starfsemi. Þá voru yfirvöld einnig hvött til að hætta við áform um frekari íbúafjölgun á Kársnesi. „Ég held nú að það sé vilji flestra íbúa hér í hverfinu að þrífa eitthvað til hér á vestanverðu nesinu," segir Gunnar. Hann segir þó að ekkert verði gert á svæðinu án þess að Kópavogsbúar verði hafðir með í ráðum. „Við ákváðum í dag að framlengja frestinn til að skila inn athugasemdum um tvær vikur. Eftir það verður haft samráð við íbúana um framhald málsins." Gunnar segir augljóst að fólk sé ekki tilbúið til þess að stækka höfnina og að yfirvöld séu tilbúin til að skoða það mál. Gunnar segist ekki ánægður með framsetningu málsins á fundinum í gærkvöldi. Þar hafi verið snúið út úr tölum og þær túlkaðar frjálslega. „Það var afar djarft farið með tölur og ég veit ekki hvað fólk telur sig vinna með því," segir Gunnar. Hann segir að þegar liggi fyrir ákvörðun um að íbúabyggð á tveimur reitum á Kársnesinu og að það sé um að ræða um 220 íbúðir. Gunnar segir að farið verði varlega í alla uppbyggingu á svæðinu og hugað verði vel að því að ofbjóða ekki innviðum hverfisins. Hann bendir á að bílaumferð hafi ekki aukist mikið á Kársnesbrautinni síðasta áratuginn enda hafi eldri íbúum fjölgað á kostnað barnafólks.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira