Fleiri fréttir Óásættanleg hegðun á Akureyri síðustu ár, ástæðan Ekki var lengur hægt að sætta sig við að öllum viðmiðum siðmenningar væri sleppt um verlsunarmannahelgi segir talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að setja aldurstakmark á tjaldssvæði bæjarins. Síðast liðin ár hefur gefist illa að blanda saman ungu fólki og fjölskyldufólki og því var gripið til þessa örþrifaráðs. 1.8.2007 19:01 Árni Johnsen ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort segir Þjóðhátíðarnefnd Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á hátíðinni. Nefndin segir það vera vegna þess að hann hafi ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort í þeim störfum. 1.8.2007 19:00 Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. 1.8.2007 18:45 Kerfisskýring á fæð skattadrottninga Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. 1.8.2007 18:45 Læknanemar dreifa 15.000 smokkum Ástráður, forvarnarstarf læknanema, hefur í samstarfi við Halldór Jónsson, innflytjanda Durex á Íslandi, og fleiri góða aðila ákveðið að hrinda af stað smokkaátaki um Verslunarmannahelgina, á Gay pride hátíðinni og á Menningarnótt. 1.8.2007 18:21 ísland yfirtekur starfsemi Ratsjárstofnunar Ísland mun yfirtaka starfsemi Ratsjárstofnunar frá og með 15. ágúst næstkomandi. Starfshópur skipaður sérfræðingum utanríkisráðuneytisins vinnur nú að undirbúningi yfirtöku íslenskra stjórnvalda á starfsemi stofnunarinnar og aðlögun að íslenskri stjórnsýslu. 1.8.2007 17:29 Rafmagn ódýrast á Íslandi Orkuveitan hefur gert samanburð á verðskrá sinni og nýrri samantekt hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að í íslensk heimili borga lægsta raforkuverð á Norðurlöndum. Finnar koma næst Íslendingum í verði en Danir þurfa að borga tvöfalt á við viðskiptavini Orkuveitunnar. 1.8.2007 16:31 Umferðartafir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar Umferðarljós á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru óvirk sem stendur. Búast má við umferðartöfum við þessi gatnamót vegna þessa en hámarkshraði verður lækkaður tímabundið af þessum sökum. Vegfarendur eru beðnir um að velja aðrar leiðir eigi þeir þess kost. 1.8.2007 15:55 Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun. Í blaðinu eru birtar tekjur 2500 Íslendinga í öllum landshlutum. Í tilkynningu frá Mannlífi segir að æðstu stjórnendur fyrirtækja, bankastjórar, athafnafólk, stjórnmálafólk, lögfræðingar og dómarar séu meðal þeirra sem komIst á blað.Tekjublaðið munI einnig bregða ljósi á tekjur umönnunarstétta og fólks sem vinnI mikilvæg láglaunastörf 1.8.2007 15:09 Ráðherranefndin kannar aðbúnað á norrænum leikskólum Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að skoða hvað Norðlurlönd eru að gera fyrir börn í leikskólum. Í frétt á heimaðsíðu nefndarinnar segir að styrkja þurfi norrænt samstarf á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. 1.8.2007 14:37 Tólf hundruð milljóna króna skuld verður aflétt Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Matthiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðarstofnunar. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að takast á við afleiðingar af skerðingu í þorsksaflaheimildum. 1.8.2007 14:00 Þórólfur Þórlindsson settur forstjóri Lýðheilsustöðvar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur sett doktor Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. Þórólfur hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 1.8.2007 13:20 Húnabjörgin kölluð út til bjargar 46 tonna bát Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, fór til aðstoðar 46 tonna bát sem hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd. 1.8.2007 12:41 Össur hyggst kynna aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist í dag munu kynna afar mikilvægar aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun. Aðgerðirnar eiga að gera henni fært að taka á málum útgerða sem eiga í vanda vegna skerðingar kvóta. 1.8.2007 12:28 Varðstjóri sakaður um brot í opinberu starfi Varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla og bifreið lögreglu í eigin þágu. 1.8.2007 11:46 Stöðvaður ölvaður við akstur og án ökuréttinda Tvítugur piltur var handtekinn á Seltjarnarnesi í nótt eftir að hafa lent í umferðaróhappi. Pilturinn gat ekki framvísað ökuskírteini en við athugun kom í ljós að hann hefur aldrei haft ökuréttindi. Hann reyndist líka vera ölvaður, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 1.8.2007 11:03 Ekkert lát á skjálftum við Öskju Ekkert lát er á skjálftavirkni norðan Vatnajökuls, nánar tiltekið við Upptyppinga, austan Öskju. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst 130 skjálftar á svæðinu og eru skjálftarnir nú orðnir um 2300 frá því í febrúarlok. Það var um klukkan hálffjögur í gærmorgun sem síðasta skjálftahrinan byrjaði, og fara skjálftarnir ívið stækkandi að sögn Steinunnar Jakobsdóttur sem stendur skjálftavakt Veðurstofunnar. 1.8.2007 10:21 Kristinn Halldórsson skipaður dómari við héraðsdóm Vestfjarða Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Kristinn Halldórsson héraðsdómara við héraðsdóm Vestfjarða frá 1. september 2007. 1.8.2007 09:56 Fyrsti starfsdagur Nýsköpunarmiðstöðvar er á Ísafirði í dag Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur til starfa í dag, 1. ágúst 2007, við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Fyrsti starfsdagur miðstöðvarinnar verður á Ísafirði sem er sagt táknrænt fyrir áherslur Nýsköpunarmiðstöðvar á atvinnuþróun. 1.8.2007 09:44 Lögreglan í Vestmannaeyjum minnir á útivistarreglur um börn Í tilefni Þjóðhátíðar um næstu helgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar gilda jafnt um Þjóðhátíðarhelgina sem aðra daga ársins. Það hefur verið reynsla lögreglunnar að mörg ungmenni byrja að neyta áfengis og annarra vímuefna á Þjóðhátíð og því vill lögreglan hvetja foreldra og forráðamenn til að ræða við börn sín um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu. 1.8.2007 09:42 Barnungir bílaþjófar Lögreglan í Viborg í Danmörku handtók í nótt þrjá bílaþjófa, á aldrinum 11-13 ára. Aðstoðarlögreglustjórinn, Jens Claumarch, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að fjöldi danskra unglinga hefði komist í kast við lögin í sumar. Það hefði ekki liðið sá dagur að ekki hefði verið stolið bíl. Viborg er um 100 þúsund manna bær á Mið-Jótlandi. 1.8.2007 09:34 Hnýsni eða eðlilegasti hlutur? Næstu tvær vikurnar getur hver sem er skoðað upplýsingar um skattagreiðslur allra Íslendinga og þannig jafnframt fræðst um tekjur fólks. Sjálfsagt mál eða óþarfa afskiptasemi af einkamálum annarra? Þingmennirnir Ögmundur Jónasson og Pétur Blöndal settust hjá Sölva í Íslandi í dag. 31.7.2007 20:11 Sagnfræðingar ósammála um hlerunarskjal Prófessor í sagnfræði efast um að lögreglan hafi byggt ákvarðanir um símahleranir árið 1968 á nýframkominni lögregluskýrslu, með lýsingum kranabílstjóra á því að hann hafi heyrt menn undirbúa mótmæli. Annar sagnfræðingur telur nýja skjalið hinsvegar skýra mun betur en áður af hverju ákveðið var að leita úrskurðar til símahlerana. 31.7.2007 19:18 Aukið samstarf við Nýfundnaland og Labrador Geir H. Haarde forsætisráðherra og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, vilja vinna að gerð sérstaks samkomulags um aukið samstarf þessara tveggja granna við Norður-Atlantshaf. Geir átt í dag fund með Williams í St. John's þar sem fjallað var um samskiptin við þetta norðvestlægasta fylki Kanada og hugsanlega eflingu á milli Íslands og fylkisins. 31.7.2007 19:03 Ál í bílum minnkar losun gróðurhúsalofttegunda Notkun áls minnkar heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum, samkvæmt nýrri rannsókn. Samtökin Sól í Straumi telja álið þó ekki grænan málm. 31.7.2007 18:58 Slysum og tjónum fjölgar hjá erlendum ökumönnum Umferðarslysum hefur fækkað hjá Íslendingum en fjölgað meðal útlendinga. Erlendir ökumenn fara líka miklu hraðar um þjóðvegina en Íslendingar og gera sér litla grein fyrir slysahættu og háum sektarúrræðum. 31.7.2007 18:57 Myndar kríur og æðakollur Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð kvikmyndar um æðarvarpið í Norðurkoti við Sandgerði. Í fyrstu átti myndin aðeins að fjalla um kollurnar en það breyttist þegar hann byrjaði að taka. 31.7.2007 18:50 Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. 31.7.2007 18:49 Heiðar Már skattakóngur Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings greiðir rúmar 400 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með ókrýndur skattakóngur landsins. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Ríkasti maður landsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda. 31.7.2007 18:48 Steingrímur vill fund í utanríkismálanefnd vegna lágflugs Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur farið fram á sérstakan fund í utanríkismálanefnd, til að ræða um nýtt varnarsamkomulag við NATO, og heræfingar hér á landi um miðjan ágúst. 31.7.2007 18:44 Atvinnuháttum og ferðaþjónustu er ógnað með nýjum Vestfjarðaveg Fulltrúi landeigenda í Þorskafirði segir að atvinnuháttum í Reykhólasveit verði ógnað með nýjum Vestfjarðavegi sem mun liggja út norðanverðan Þorskafjörð. Vegurinn setur einnig ferðaþjónustu á svæðinu í uppnám segir landeigandi. 31.7.2007 18:39 Reykingarbannið leiðir af sér drykkju utandyra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir nokkuð hafa borið á því eftir að reykingarbannið á veitingastöðum tók gildi 1. júní síðastliðinn að gestir taki með sér áfengi út og neyti utandyra. Lögreglan vill af þeim sökum vekja athygli á ákvæði 3. málsgreinar 19. greinar áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum. 31.7.2007 18:11 Vegagerðin varar við hvassviðri Mjög hvasst er sumstaðar á Suðaustur- og Austurlandi. Sérstaklega er varað við sterkum vindi í Oddaskarði en einnig í Hvalnesskriðum og við Almannaskarð. 31.7.2007 17:56 Fangelsisvist Miriam lýkur væntanlega á morgun Miriam Rose, mótmælandinn sem talsmaður Græningja á Bretlandi hefur krafist að verði leyst úr haldi, situr af sér dóm vegna mótmæla í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Heimildir Vísis herma að stúlkan hafi þegar setið í fangelsinu í sjö daga en hún var dæmd fyrir mótmæli á álverslóð Bechtel á Reyðarfirði í ágúst í fyrra. 31.7.2007 15:50 Eiður Smári varð fyrir árás í miðborg Reykjavíkur Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, varð fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur síðastliðið laugardagskvöld. Eiði var hrint og hann kýldur í andlitið. Hann slapp ómeiddur frá árásinni og ætlar ekki að kæra. 31.7.2007 15:07 Formaður Vinstri-Grænna vill fund í utanríkisnefnd Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd fer fram á fund í nefndinni við fyrsta tækifæri til að ræða stöðu öryggismála og hlutverk Nató í svokölluðum loftvörnum landsins. 31.7.2007 15:01 Breskir græningjar krefjast þess að mótmælanda verði sleppt úr haldi Talsmaður Græningja, flokks umhverfissinna á Bretlandi þar sem hann krefst þess að íslensk stjórnvöld sleppi mótmælanda úr haldi. Í fréttinni er fullyrt að Miriam Rose, sem sögð er meðlimur í samtökunum Saving Iceland, hafi verið handtekin í mótmælaaðgerðum og að hún sé enn í haldi. Lögregla kannast ekki við málið. 31.7.2007 14:50 Heilbrigðisráðherra skipar stjórn Tryggingastofnunar ríkisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnina skipa Benedikt Jóhannesson, formaður, Karl V. Matthíasson, varaformaður, Margrét S. Einarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigursteinn Másson. 31.7.2007 14:16 Umferð verður hæg um Mosfellsbæ um verslunarmannahelgina Umferð um Mosfellsbæ er nokkuð hægari þessa dagana en venja er. Þetta ástand mun vara fram yfir verslunarmannahelgi. Ástæðan er sú að unnið er við vegaframkvæmdir á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. 31.7.2007 14:06 440 íslenskir skátar á alheimsmóti Nú stendur yfir á Englandi alheimsmót skáta og þar eru staddir 440 íslenskir skátar. Á alheimsmóti koma skátar saman til að endurnýja skátaheitin og fagna 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á morgun. Af því tilefni hyggjast Íslendingarnir baka 1000 pönnukökur fyrir gesti og gangandi. 31.7.2007 14:02 Snuðrurum boðið að skrifa í gestabók Skattayfirvöld leggja í dag fram upplýsingar um skattgreiðslur allra Íslendinga. Ungir sjálfstæðismenn mótmæla þessum görningi nú sem endranær og hafa lagt fram gestabók hjá tollstjóranum í Tryggvagötu „og bjóða þeim, sem telja sig hafa ástæðu til þess að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til þess að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað," eins og það er orðað í tilkynningu frá þeim. "Þeir sem telja eðlilegt að mega skoða slík gögn um náungann hljóta að fagna því ef annað eins gagnsæi ríkir um þeirra eigin gjörðir." 31.7.2007 13:38 Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. 31.7.2007 13:33 Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug yfir hálendinu í tenglsum við heræfinguna Norður-víkingur um miðjan ágúst. Umsóknin var komin til samgönguráðuneytisins í gær. 31.7.2007 13:20 Símahleranir 1968 byggðar á yfirlýsingu kranabílstjóra Úrskurður um símahleranir í aðdraganda NATO fundar á Íslandi 1968, er byggður að miklu leyti á lögregluskýrslu frá sama ári, sem er nýlega komin fram. Skýrslan inniheldur yfirlýsingu kranabílstjóra um að hann hafi heyrt á tal manna um stúdentamótmæli í tengslum við fundinn. 31.7.2007 13:11 Tuttugu og þrír teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir á föstudag, tíu á laugardag og fjórir á sunnudag. 31.7.2007 12:07 Sjá næstu 50 fréttir
Óásættanleg hegðun á Akureyri síðustu ár, ástæðan Ekki var lengur hægt að sætta sig við að öllum viðmiðum siðmenningar væri sleppt um verlsunarmannahelgi segir talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að setja aldurstakmark á tjaldssvæði bæjarins. Síðast liðin ár hefur gefist illa að blanda saman ungu fólki og fjölskyldufólki og því var gripið til þessa örþrifaráðs. 1.8.2007 19:01
Árni Johnsen ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort segir Þjóðhátíðarnefnd Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á hátíðinni. Nefndin segir það vera vegna þess að hann hafi ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort í þeim störfum. 1.8.2007 19:00
Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. 1.8.2007 18:45
Kerfisskýring á fæð skattadrottninga Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. 1.8.2007 18:45
Læknanemar dreifa 15.000 smokkum Ástráður, forvarnarstarf læknanema, hefur í samstarfi við Halldór Jónsson, innflytjanda Durex á Íslandi, og fleiri góða aðila ákveðið að hrinda af stað smokkaátaki um Verslunarmannahelgina, á Gay pride hátíðinni og á Menningarnótt. 1.8.2007 18:21
ísland yfirtekur starfsemi Ratsjárstofnunar Ísland mun yfirtaka starfsemi Ratsjárstofnunar frá og með 15. ágúst næstkomandi. Starfshópur skipaður sérfræðingum utanríkisráðuneytisins vinnur nú að undirbúningi yfirtöku íslenskra stjórnvalda á starfsemi stofnunarinnar og aðlögun að íslenskri stjórnsýslu. 1.8.2007 17:29
Rafmagn ódýrast á Íslandi Orkuveitan hefur gert samanburð á verðskrá sinni og nýrri samantekt hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að í íslensk heimili borga lægsta raforkuverð á Norðurlöndum. Finnar koma næst Íslendingum í verði en Danir þurfa að borga tvöfalt á við viðskiptavini Orkuveitunnar. 1.8.2007 16:31
Umferðartafir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar Umferðarljós á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru óvirk sem stendur. Búast má við umferðartöfum við þessi gatnamót vegna þessa en hámarkshraði verður lækkaður tímabundið af þessum sökum. Vegfarendur eru beðnir um að velja aðrar leiðir eigi þeir þess kost. 1.8.2007 15:55
Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun. Í blaðinu eru birtar tekjur 2500 Íslendinga í öllum landshlutum. Í tilkynningu frá Mannlífi segir að æðstu stjórnendur fyrirtækja, bankastjórar, athafnafólk, stjórnmálafólk, lögfræðingar og dómarar séu meðal þeirra sem komIst á blað.Tekjublaðið munI einnig bregða ljósi á tekjur umönnunarstétta og fólks sem vinnI mikilvæg láglaunastörf 1.8.2007 15:09
Ráðherranefndin kannar aðbúnað á norrænum leikskólum Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að skoða hvað Norðlurlönd eru að gera fyrir börn í leikskólum. Í frétt á heimaðsíðu nefndarinnar segir að styrkja þurfi norrænt samstarf á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. 1.8.2007 14:37
Tólf hundruð milljóna króna skuld verður aflétt Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Matthiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðarstofnunar. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að takast á við afleiðingar af skerðingu í þorsksaflaheimildum. 1.8.2007 14:00
Þórólfur Þórlindsson settur forstjóri Lýðheilsustöðvar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur sett doktor Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. Þórólfur hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 1.8.2007 13:20
Húnabjörgin kölluð út til bjargar 46 tonna bát Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, fór til aðstoðar 46 tonna bát sem hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd. 1.8.2007 12:41
Össur hyggst kynna aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist í dag munu kynna afar mikilvægar aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun. Aðgerðirnar eiga að gera henni fært að taka á málum útgerða sem eiga í vanda vegna skerðingar kvóta. 1.8.2007 12:28
Varðstjóri sakaður um brot í opinberu starfi Varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla og bifreið lögreglu í eigin þágu. 1.8.2007 11:46
Stöðvaður ölvaður við akstur og án ökuréttinda Tvítugur piltur var handtekinn á Seltjarnarnesi í nótt eftir að hafa lent í umferðaróhappi. Pilturinn gat ekki framvísað ökuskírteini en við athugun kom í ljós að hann hefur aldrei haft ökuréttindi. Hann reyndist líka vera ölvaður, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 1.8.2007 11:03
Ekkert lát á skjálftum við Öskju Ekkert lát er á skjálftavirkni norðan Vatnajökuls, nánar tiltekið við Upptyppinga, austan Öskju. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst 130 skjálftar á svæðinu og eru skjálftarnir nú orðnir um 2300 frá því í febrúarlok. Það var um klukkan hálffjögur í gærmorgun sem síðasta skjálftahrinan byrjaði, og fara skjálftarnir ívið stækkandi að sögn Steinunnar Jakobsdóttur sem stendur skjálftavakt Veðurstofunnar. 1.8.2007 10:21
Kristinn Halldórsson skipaður dómari við héraðsdóm Vestfjarða Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Kristinn Halldórsson héraðsdómara við héraðsdóm Vestfjarða frá 1. september 2007. 1.8.2007 09:56
Fyrsti starfsdagur Nýsköpunarmiðstöðvar er á Ísafirði í dag Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur til starfa í dag, 1. ágúst 2007, við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Fyrsti starfsdagur miðstöðvarinnar verður á Ísafirði sem er sagt táknrænt fyrir áherslur Nýsköpunarmiðstöðvar á atvinnuþróun. 1.8.2007 09:44
Lögreglan í Vestmannaeyjum minnir á útivistarreglur um börn Í tilefni Þjóðhátíðar um næstu helgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar gilda jafnt um Þjóðhátíðarhelgina sem aðra daga ársins. Það hefur verið reynsla lögreglunnar að mörg ungmenni byrja að neyta áfengis og annarra vímuefna á Þjóðhátíð og því vill lögreglan hvetja foreldra og forráðamenn til að ræða við börn sín um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu. 1.8.2007 09:42
Barnungir bílaþjófar Lögreglan í Viborg í Danmörku handtók í nótt þrjá bílaþjófa, á aldrinum 11-13 ára. Aðstoðarlögreglustjórinn, Jens Claumarch, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að fjöldi danskra unglinga hefði komist í kast við lögin í sumar. Það hefði ekki liðið sá dagur að ekki hefði verið stolið bíl. Viborg er um 100 þúsund manna bær á Mið-Jótlandi. 1.8.2007 09:34
Hnýsni eða eðlilegasti hlutur? Næstu tvær vikurnar getur hver sem er skoðað upplýsingar um skattagreiðslur allra Íslendinga og þannig jafnframt fræðst um tekjur fólks. Sjálfsagt mál eða óþarfa afskiptasemi af einkamálum annarra? Þingmennirnir Ögmundur Jónasson og Pétur Blöndal settust hjá Sölva í Íslandi í dag. 31.7.2007 20:11
Sagnfræðingar ósammála um hlerunarskjal Prófessor í sagnfræði efast um að lögreglan hafi byggt ákvarðanir um símahleranir árið 1968 á nýframkominni lögregluskýrslu, með lýsingum kranabílstjóra á því að hann hafi heyrt menn undirbúa mótmæli. Annar sagnfræðingur telur nýja skjalið hinsvegar skýra mun betur en áður af hverju ákveðið var að leita úrskurðar til símahlerana. 31.7.2007 19:18
Aukið samstarf við Nýfundnaland og Labrador Geir H. Haarde forsætisráðherra og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, vilja vinna að gerð sérstaks samkomulags um aukið samstarf þessara tveggja granna við Norður-Atlantshaf. Geir átt í dag fund með Williams í St. John's þar sem fjallað var um samskiptin við þetta norðvestlægasta fylki Kanada og hugsanlega eflingu á milli Íslands og fylkisins. 31.7.2007 19:03
Ál í bílum minnkar losun gróðurhúsalofttegunda Notkun áls minnkar heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum, samkvæmt nýrri rannsókn. Samtökin Sól í Straumi telja álið þó ekki grænan málm. 31.7.2007 18:58
Slysum og tjónum fjölgar hjá erlendum ökumönnum Umferðarslysum hefur fækkað hjá Íslendingum en fjölgað meðal útlendinga. Erlendir ökumenn fara líka miklu hraðar um þjóðvegina en Íslendingar og gera sér litla grein fyrir slysahættu og háum sektarúrræðum. 31.7.2007 18:57
Myndar kríur og æðakollur Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð kvikmyndar um æðarvarpið í Norðurkoti við Sandgerði. Í fyrstu átti myndin aðeins að fjalla um kollurnar en það breyttist þegar hann byrjaði að taka. 31.7.2007 18:50
Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. 31.7.2007 18:49
Heiðar Már skattakóngur Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings greiðir rúmar 400 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með ókrýndur skattakóngur landsins. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Ríkasti maður landsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda. 31.7.2007 18:48
Steingrímur vill fund í utanríkismálanefnd vegna lágflugs Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur farið fram á sérstakan fund í utanríkismálanefnd, til að ræða um nýtt varnarsamkomulag við NATO, og heræfingar hér á landi um miðjan ágúst. 31.7.2007 18:44
Atvinnuháttum og ferðaþjónustu er ógnað með nýjum Vestfjarðaveg Fulltrúi landeigenda í Þorskafirði segir að atvinnuháttum í Reykhólasveit verði ógnað með nýjum Vestfjarðavegi sem mun liggja út norðanverðan Þorskafjörð. Vegurinn setur einnig ferðaþjónustu á svæðinu í uppnám segir landeigandi. 31.7.2007 18:39
Reykingarbannið leiðir af sér drykkju utandyra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir nokkuð hafa borið á því eftir að reykingarbannið á veitingastöðum tók gildi 1. júní síðastliðinn að gestir taki með sér áfengi út og neyti utandyra. Lögreglan vill af þeim sökum vekja athygli á ákvæði 3. málsgreinar 19. greinar áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum. 31.7.2007 18:11
Vegagerðin varar við hvassviðri Mjög hvasst er sumstaðar á Suðaustur- og Austurlandi. Sérstaklega er varað við sterkum vindi í Oddaskarði en einnig í Hvalnesskriðum og við Almannaskarð. 31.7.2007 17:56
Fangelsisvist Miriam lýkur væntanlega á morgun Miriam Rose, mótmælandinn sem talsmaður Græningja á Bretlandi hefur krafist að verði leyst úr haldi, situr af sér dóm vegna mótmæla í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Heimildir Vísis herma að stúlkan hafi þegar setið í fangelsinu í sjö daga en hún var dæmd fyrir mótmæli á álverslóð Bechtel á Reyðarfirði í ágúst í fyrra. 31.7.2007 15:50
Eiður Smári varð fyrir árás í miðborg Reykjavíkur Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, varð fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur síðastliðið laugardagskvöld. Eiði var hrint og hann kýldur í andlitið. Hann slapp ómeiddur frá árásinni og ætlar ekki að kæra. 31.7.2007 15:07
Formaður Vinstri-Grænna vill fund í utanríkisnefnd Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd fer fram á fund í nefndinni við fyrsta tækifæri til að ræða stöðu öryggismála og hlutverk Nató í svokölluðum loftvörnum landsins. 31.7.2007 15:01
Breskir græningjar krefjast þess að mótmælanda verði sleppt úr haldi Talsmaður Græningja, flokks umhverfissinna á Bretlandi þar sem hann krefst þess að íslensk stjórnvöld sleppi mótmælanda úr haldi. Í fréttinni er fullyrt að Miriam Rose, sem sögð er meðlimur í samtökunum Saving Iceland, hafi verið handtekin í mótmælaaðgerðum og að hún sé enn í haldi. Lögregla kannast ekki við málið. 31.7.2007 14:50
Heilbrigðisráðherra skipar stjórn Tryggingastofnunar ríkisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnina skipa Benedikt Jóhannesson, formaður, Karl V. Matthíasson, varaformaður, Margrét S. Einarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigursteinn Másson. 31.7.2007 14:16
Umferð verður hæg um Mosfellsbæ um verslunarmannahelgina Umferð um Mosfellsbæ er nokkuð hægari þessa dagana en venja er. Þetta ástand mun vara fram yfir verslunarmannahelgi. Ástæðan er sú að unnið er við vegaframkvæmdir á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. 31.7.2007 14:06
440 íslenskir skátar á alheimsmóti Nú stendur yfir á Englandi alheimsmót skáta og þar eru staddir 440 íslenskir skátar. Á alheimsmóti koma skátar saman til að endurnýja skátaheitin og fagna 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á morgun. Af því tilefni hyggjast Íslendingarnir baka 1000 pönnukökur fyrir gesti og gangandi. 31.7.2007 14:02
Snuðrurum boðið að skrifa í gestabók Skattayfirvöld leggja í dag fram upplýsingar um skattgreiðslur allra Íslendinga. Ungir sjálfstæðismenn mótmæla þessum görningi nú sem endranær og hafa lagt fram gestabók hjá tollstjóranum í Tryggvagötu „og bjóða þeim, sem telja sig hafa ástæðu til þess að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til þess að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað," eins og það er orðað í tilkynningu frá þeim. "Þeir sem telja eðlilegt að mega skoða slík gögn um náungann hljóta að fagna því ef annað eins gagnsæi ríkir um þeirra eigin gjörðir." 31.7.2007 13:38
Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. 31.7.2007 13:33
Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug yfir hálendinu í tenglsum við heræfinguna Norður-víkingur um miðjan ágúst. Umsóknin var komin til samgönguráðuneytisins í gær. 31.7.2007 13:20
Símahleranir 1968 byggðar á yfirlýsingu kranabílstjóra Úrskurður um símahleranir í aðdraganda NATO fundar á Íslandi 1968, er byggður að miklu leyti á lögregluskýrslu frá sama ári, sem er nýlega komin fram. Skýrslan inniheldur yfirlýsingu kranabílstjóra um að hann hafi heyrt á tal manna um stúdentamótmæli í tengslum við fundinn. 31.7.2007 13:11
Tuttugu og þrír teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir á föstudag, tíu á laugardag og fjórir á sunnudag. 31.7.2007 12:07