Innlent

Óásættanleg hegðun á Akureyri síðustu ár, ástæðan

Ekki var lengur hægt að sætta sig við að öllum viðmiðum siðmenningar væri sleppt um verlsunarmannahelgi segir talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að setja aldurstakmark á tjaldssvæði bæjarins. Síðast liðin ár hefur gefist illa að blanda saman ungu fólki og fjölskyldufólki og því var gripið til þessa örþrifaráðs.

Undanfarin ár hefur mikill fjöldi fólks lagt leið sína til Akureyrar um verslunarmannahelgina. Helgin hefur verið erilssöm hjá lögreglu og sjúkrafólki og ólæti og ölvun verið mikil.

Edward Huijbens, talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri segir umgengni iðulega hafa verið slæma og nú sé hreinlega kominn tími til að setja ný viðmið. Fram til þessa hafi ekki dugað til að auglýsa að um fjölskylduhátíð sé að ræða.

Mörg ungmenni munu þó ekki láta boð og bönn stoppa sig í að fara á Akureyrar um helgina og hafa sum þeirra fengið leyfi til að tjalda við heimahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×