Fleiri fréttir

Niðurstaðan mikil vonbrigði

Baldur Baldursson hjá Hag Hafnarfjarðar, sem studdi stækkun álversins í Straumsvík, sagði niðurstöðuna í kvöld mikil vonbrigði og að stuðningsmenn Hags væru mjög ósáttir.

Stór og erfið ákvörðun fyrir Hafnfirðinga

„Við erum bara mjög ánægð,“ sagði Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, eftir að ljóst varð að Hafnfirðingar hefðu hafnað stækkun álversins í Straumsvík.

Sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en innan við prósenti munaði á fylkingum. 50,3 prósent voru andvíg stækkuninni en 49,7 prósent voru hlynnt henni.

Farið verður að vilja bæjarbúa

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði í viðtali á vef Ríkisútvarpsins að það væri ekki bæjarfulltrúa að taka afstöðu í málinu aðspurður um þær fullyrðingar um að bæjarfulltrúar hefðu átt að skýra frá afstöðu sinni.

Baráttan hafi á vissan hátt verið ósanngjörn

Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði þegar nýjustu tölur voru ljósar, þar sem meirihluti Hafnfirðinga er enn á mót stækkun álversins, að hún væri ekki búin að gefa upp alla von. Eftir ætti að telja utankjörfundaratkvæði og staðan gæti því breyst.

Andstæðingar álvers enn með forystuna

Andstæðingar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík hafa enn forystu eftir að öll atkvæði fyrir utan utankjörfundaratkvæði hafa verið talin eða 11.569. Aðrar tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Alls eru 5860 andvíg stækkun álversins en 5638 með stækkuninni en 71 atkvæði var autt og ógilt.

Næstu tölur lesnar upp klukkan 21.30

Búist er við að næstu tölur í atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík verði lesnar upp klukkan 21.30 en atkvæðin eru talin í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Bein útsending verður á Vísi með viðtölum við fulltrúa andstæðra fylkinga.

Treystir sért ekki til að spá fyrir um úrslitin

Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi sem barðist gegn stækkun álversins í Straumsvík, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar fyrstu tölur lágu fyrir að við þessar aðstæður væri hægt að fagna frábærri kjörsókn hjá Hafnfirðingum. Hann treysti sér hins vegar ekki til að spá fyrir um hvort andstæðingar álversins myndu halda forystu sinni til enda.

Féll niður af gámi um borð í skipi

Karlmaður brotnaði á nokkrum stöðum þegar hann féll niður af gámi um borð í skipinu Kársnesi í Hafnarfjarðarhöfn á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild slasaðist maðurinn ekki alvarlega en hann virðist hafa borið hendurnar fyrir sig þegar hann lenti.

Kosningin er sigur fyrir lýðræðið

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnaði því hversu góð þátttaka var í kosningunni og sagði hana sigur fyrir lýðræðið. Spurður hvort hann vildi gefa upp hvort hann hefði kosið með eða á móti álverinu sagði Lúðvík að hann hefði kosið rétt, annað vissi hann ekki.

Hefur ekki gefið upp vonina

Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði á Stöð 2 eftir að fyrstu tölur í atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði urðu ljósar að ef þetta yrðu úrslitin yrði verksmiðjunni líklega lokað, hún myndi daga uppi eins og náttröll ef hún yrði ekki stækkuð. Hún sagðist þó ekki hafa gefið upp von enda munurinn á fylkingunum lítill.

Íhuga á breytingar á lögum um friðhelgi einkalífsins

Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, segir menn þurfa að hugleiða það hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða þann hluta almennra hegningarlaga sem lýtur að friðhelgi einkalífsins. Þetta segir hann í kjölfar þess að maður var sýknaður í héraðsdómi fyrir heimildarlausa myndatöku af naktri stúlku.

Útlit fyrir að seinkun verði á endanlegum tölum

Útlit er fyrir að úrslit í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan liggi ekki fyrir fyrr en á ellefta tímanum í kvöld eftir því sem greint var frá í fréttum Sjónvarpsins fyrir stundu.

Andstæðingar með nauma forystu eftir fyrstu tölur

Þeir sem vilja að álver Alcan í Straumsvík verði ekki stækkað hafa forystu samkvæmt fyrstu tölum úr atkvæðagreiðslu um stækkunina sem fram fór í Hafnarfirði í dag. Búið er að telja 5950 atkvæði af 12.752 og eru 3000 andvígir stækkun álversins en 2950 með henni.

Samkomulag um vörn gegn kynferðisglæpum gegn börnum

Samkomulag hefur náðst, innan Evrópuráðsins, um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi en fastlega er búist við að samningurinn verði fullgildur hér á landi síðar á þessu ári. Það kallar á lagabreytingar, segir forstjóri Barnaverndarstofu, meðal annars um skilgreingu á kynferðisofbeldi gegn börnum sem og heimildir lögreglu til notkunar tálbeitu.

Toghleri klemmdist milli skips og ísjaka

Minnstu munaði að illa færi þegar sjór flæddi inn í togara, þegar hann var að veiðum í hafís við Austur-Grænland í vikunni. Toghleri togarans, sem er grænlenskur og heitir Ocean Tiger, klemmdist á milli skipsins og ísjaka og rifnaði stórt gat á skutinn undan þrýstingnum.

Saka samkeppnisyfirvöld um seinlæti

Stofnendur Iceland Express saka samkeppnisyfirvöld um að hafa með seinlæti sínu gert Icelandair kleift að knésetja sig og neytt stofnendur til að selja félagið langt undir raunverði.

Segir Hafnfirðinga munu una úrslitum kosninganna

Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík. Mikil spenna ríkir enda afar tvísýnt um úrslit en kjörstöðum verður lokað eftir tæpan hálftíma. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir kosningaþátttökuna sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið.

Ríflega tíu þúsund höfðu kosið klukkan 18

10.017 manns höfðu kosið í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði nú klukkan 18 þegar ein klukkustund er eftir af kjörfundi. Af þeim kusu tæplega 1200 utan kjörfundar. Bein útsending er frá Hafnarfirði á Vísi og má nálgast hana uppi í hægra horni skjásins.

Fjarðaál tekið til starfa

Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls á fjórða tímanum í dag og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Hátíðarhöld hafa staðið yfir í Reyðarfirði í dag og þau halda áfram á Fáskrúðsfirði í kvöld þar sem slegið verður upp heljarinnar dansleik. Formleg vígsluathöfn álversins verður þó síðar enda er verksmiðjan enn í smíðum.

Rétt um helmingur hefur kosið

Um klukkan fimm höfðu 8.587 bæjarbúar komið á kjörstað til að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík. Á kjörskrá eru 16.648 manns, 1195 kusu utankjörfundar. Kjörfundur hófst klukkan tíu í morgun og verður kjörstöðum lokað klukkan sjö í kvöld. Kosið er á þremur stöðum, í Áslandsskóla, íþróttahúsinu við Strandgötu og í Víðistaðaskóla. Kjósendur geta farið á hvaða kjörstað sem þeir vilja til að kjósa þar sem notast er við rafræna kjörskrá. Fyrstu tölur verða birtar í fréttum Stöðvar 2 klukkan sjö. Einnig verður hægt að fylgjast með kosningunum á visi.is. Búist er við að talning ljúki um klukkan tíu í kvöld.

Fengu djúpsprengju í veiðarfærin

Togbáturinn Dala-Rafn fékk djúpsprengju í veiðarfærin þegar hann var á veiðum vestan við Selvogsbanka í gær. Aðalsprengjuhleðslan var að mestu óvirk en hluti sprengjunnar þó enn virkur þrátt fyrir um 60 ár á floti í sjónum.

Hafnfirðingar kjósa um stækkun álvers

Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík en kjöstaðir opnuðu klukkan 10 í morgun. Biðraðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í morgun en klukkan ellefu höfðu um ellefu hundrað manns kosið. Búist er við að fyrstu tölur verði kunngerðar á Stöð 2 klukkan sjö í kvöld.

Starfsemi Fjarðaáls hefst formlega í dag

Starfsemi álversins í Reyðarfirði hefst formlega í dag með því að Geir H. Haarde forsætisráðherra klippir á borða á lóð Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið efnir af því tilefni til veislu í Reyðarfirði í dag fyrir starfsmenn og gesti, en meðal þeirra eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir og Bernt Reiten aðstoðarforstjóri Alcoa.

Stofnendur Iceland Express segja Samkeppnisstofnun vanhæfa

Stofnendur Iceland Express fagna úrskurði Samkeppniseftirlitsins um að Icelandair hafi brotið samkeppnislög gagnvart fyrirtækinu árið 2004. Þeir segja hins vegar að úrskurðurinn komi allt of seint. Þeir lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir vangetu Samkeppnisstofnunar til að standa vörð um hagsmuni neytenda.

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík bar í kvöld sigur af Menntaskólanum í Kópavogi í æsispennandi lokaviðureign Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Jafnt var á nær öllum tölum en undir lokin náði Menntaskólinn í Kópavogi að síga fram úr. Þegar ein spurning var eftir var þriggja stiga munur á liðunum, MK í vil. Síðasta spurningin gaf þrjú stig og eftir að MK hafði svarað henni rangt svaraði MR henni rétt og tryggði sér þannig bráðabana.

Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr.

Greiða 50% hærra verð en kennarar

Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við.

Fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot á Akureyri í fyrra. Félagi hans, Kristján Halldór Jensson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, einnig fyrir líkamsárásir.

Vantar úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi

Breytingar á vændislögum auðvelda störf lögreglunnar í baráttunni gegn vændi, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Hann segir lögreglu þó vanta frekari úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi.

1200 hafa þegar kosið

Um tólfhundruð manns hafa þegar kosið í Hafnarfirði um stækkun álvers. Búist er við mikilli kosningaþátttöku á kjörstaði á morgun. Kosningabaráttan hefur verið hörð og má segja að hún hafi náð ákveðnu hámarki í dag þegar hópur grunnskólanema safnaðist saman í verslunarmiðstöðinni Firðinum til að mótmæla stækkuninni.

Breyting á deiliskipulagi

Fyrr í dag kom fram að samþykkt hafi verið á borgarstjórnarfundi í gær að rífa hús á Laugavegi og við Vatnsstíg. Við nánari athugun kom í ljós að um var ræða breytingu á deiliskipulagi sem þegar hafði verið samþykkt og full samstaða hefði verið um á síðasta kjörtímabili.

Icelandair áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Icelandair hefur verið sektað um hundrað og níutíu milljónir króna, af Samkeppniseftirlitinu, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Það telur að flugfélagið hafi notað hagnað, af sölu á dýrari fargjöldum, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Express. Icelandair hyggst áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Gott ál sem vinstri grænir nota í áróðursmerkin

Vinstri grænir, sem berjast hart gegn álframleiðslu, búa sjálfir til áróðursmerki fyrir kosningarnar úr þessum sama málmi. Áróðursmeistari flokksins segir að álið, sem þeir noti, sé gott ál, og sérinnflutt frá Bandaríkjunum.

Undirrita samning um réttindi fatlaðra

Ísland var í hópi þeirra þjóða sem undirrituðu í dag samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðbótarbókun samningsins. Harald Aspelund, varafastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd.

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa naugðað konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald mánudaginn 19. mars.

Ekki búið að yfirheyra mann vegna æðiskasts

Lögregla hefur ekki enn getað yfirheyrt karlmanninn sem fékk æðiskast við Miklubrautina í morgun og réðst meðal annars á aldraðan mann. Að sögn lögreglu er hann enn að sofa úr sér en hann var í annarlegu ástandi þegar æðið greip hann og þurfti sex lögreglumenn til að hemja hann.

Styðja starf Rauða krossins í Mósambík

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að styðja við starf Rauða krossins í Mósambík með þriggja milljóna króna framlagi vegna þeirra hörmunga sem dunið hafa yfir þar. Margir hafa misst heimili sín vegna flóða í mið- og suðurhluta landsins og sprengingar í gömlu vopnabúri ollu miklu tjóni.

Fjögurra ára fangelsi fyrir fjölda líkamsárása

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot. Þá var félagi mannsins, Kristján Halldór Jensson, dæmdur í tveggja ára fangelsi einnig fyrir líkamsárásir. Tveir aðrir menn voru ákærðir í sama máli og var öðrum þeirra ekki gerð refsing en hinn sýknaður.

Eftirlitið fellst á samruna Ísfélagsins og HÞ

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á kaup Ísfélags Vestmannaeyja á nær öllum hlutum í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Kaupin áttu sér stað í febrúar síðastliðnum og var samkeppnisyfirvöldum tilkynnt um það.

Icelandair sektað um 190 milljónir fyrir skaðlega undirverðlagningu

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Icelandair um 190 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar.

Sjá næstu 50 fréttir