Innlent

Nærri 1200 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar

MYND/Stöð 2

1195 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag.

Hinn eiginlegi kjöfundur fer fram á morgun og eru alls 16.648 manns á kjörskrá í Hafnarfirði. Kosið verður á milli klukkan 10 og 19 á þremur kjörstöðum, í Áslandsskóla, Íþróttahúsinu við Strandgötu og Víðistaðaskóla. Í fyrsta sinn er notast við rafræna kjörskrá þannig að fólk getur kosið á hvaða stað sem er.

Talning atkvæða fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og reiknað með fyrstu tölum upp úr kl. 19 á morgun en endanleg niðurstaða á liggja fyrir á milli klukkan 21 og 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×