Fleiri fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli

Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Hann kallar tillögurnar tindátaleik fyrir fullorðna.

Samkomulag um tillögu að samningi um vernd barna

Samkomulag náðist í morgun í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu.

Kynntu aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks

Samfylkingin kynnti í dag ítarlega aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á mikilvægi barnastefnu og vill Samfylkingin að málefni barna verði í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar.

Stafar meiri hætta af hvalveiðum en stóriðju

Íslenskri ferðaþjónustu stafar mun meiri hætta af hvalveiðum en stóriðjuuppbyggingu, segir forstjóri Icelandair. Ríkisstjórnir víða um heim mótmæla enn hvalveiðum Íslendinga.

Seðlabankinn hvetur til varfærni

Seðlabankinn telur að ef farið verði of geyst í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum geti það leitt til hærri verðbólgu og stýrivaxta og því brýnt að frekari uppbygging taki mið af því. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í morgun en varar við að áframhaldandi þensla geti þvingað bankann til vaxtahækkana. Stýrivextir eru nú 14,25 % og hafa verið það frá því í desember.

Nú get ég andað léttar

Formaður MND-félagsins á Íslandi fagnaði í dag áfangasigri í baráttunni fyrir vali fatlaðra til að lifa með hjálp öndunarvélar heima. Þeir sem þurfa á hjálp öndunarvélar að halda eiga nú kost á því að fá slíka þjónustu. Um tilraunaverkefni er að ræða sem nær til sex einstaklinga næstu tvö árin. Rúmlega fimm starfsmenn þarf til að sinna hverjum sjúklingi og kostnaður á ári er um 20 milljónir króna.

Vilja landnýtingaráætlun fyrir ferðaþjónustuna

Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í dag, var samþykkt áskorun á stjórnvöld um að vinna að landnýtingaráætlun með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Lagt var til að hún yrði með sama hætti og fyrirliggjandi tillaga á Alþingi um nýtingaráætlun og verndaráætlun fyrir auðlindir landsins til lands og sjávar. Jafnframt var sagt að nýting náttúruauðlinda til ferðaþjónustu sé mikilvæg og að undibúa þurfi fjárfestingu í innviðum og markaðsstarfi.

Mikil ábyrgð hvílir á dómendum

Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag.

Íhuga að stefna ríki vegna reykingabanns

Eigandi Ölstofunnar í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita úrræða fyrir þá viðskiptavini ríkissjóðs sem krárnar þjónusta. Það er að segja - reykingamenn. Reykingabann gengur í gildi eftir tvo mánuði og eigendur Ölstofunnar íhuga að stefna ríkinu fyrir skerðingu á atvinnuréttindum.

Krónikan hættir og seld til DV

Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.

10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf

Tíu gagnavistunarbú verða komin upp innan tveggja ára ef áætlanir Data Íslandía ganga eftir og tvö hundruð störf verða til. Áhugi stórfyrirtækja á borð við British Telecom á gagnavistun á hinu friðsæla Íslandi hefur tvíeflst eftir að upp komst um áætlanir Al Kaída um að lama internetið í Bretlandi.

Fram til baráttu fyrir aldraða og öryrkja

Baráttusamtökin segja ljóst að núverandi stórnarflokkar muni ekki bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega og ætla að beita sér fyrir að lágmarkslífeyrir verði 210 þúsund krónur á mánuði. Baráttusamtökin tilkynntu í morgun að þau muni bjóða fram í öllum kjördæmum í vor, en þau berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi Reykjavíkur.

Aðgerðir til að bæta stöðu barna

Samfylkingin hyggst beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi á næsta kjörtímabili, samkvæmt stefnu sem kynnt var í dag.

Vísir opnar kosningavef

Sérstakur vefur vegna Alþingiskosninganna 2007 hefur verið opnaður á hér á Vísi. Vefurinn er nýstárlegur á margan hátt. Notendur geta til dæmis spáð í spilin varðandi fylgi og þingmannafjölda einstakra framboða á gagnvirkan hátt miðað við kannanir eða eigin forsendur og séð niðurstöðurnar jafnóðum birtar með grafískum hætti.

Björn vill stofna 240 manna varalið lögreglu

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar sér að stofna 240 manna launað varalið lögreglu sem hægt yrði að kalla út þegar á þyrfti að halda. Þetta kom fram í erindi sem Björn hélt á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu.

Hugmyndakeppni um skipulagningu Vatnsmýrar hafin

Í dag hófst hugmyndakeppni um skipulag Vatnsmýrar. Keppnin er á vegum Reykjavíkurborgar. Hún er jafnframt alþjóðleg og fer fram í tveimur þrepum. Úrslit verða ljós í nóvember á þessu ári og gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg semji við einn eða fleiri vinningshafa um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu.

Aðalmeðferð Baugsmálsins lokið

Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu eftir að saksóknari og verjendur sakborninga höfðu flutt seinni ræður sínar í munnlegum málflutningi. Rúmar sex vikur eru síðan aðalmeðferðin hófst með skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hann er ákærður í 17 af 18 ákæruliðum. Kostnaður embættis saksóknara vegna sérfræðiaðstoðar er rúmar 55 milljónir og þá er ekki tekið tillit til launa setts saksóknara og aðstoðarmanna hans.

Forsetafrúin gekkst undir mikla aðgerð á þriðjudagskvöld

Dorrit Moussaieff forsetafrú slasaðist töluvert mikið á skíðum í Aspen í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands fór til Bandaríkjanna í gærdag og hefur fylgst náið með framvindu mála, en hann hittir eiginkonu sína í kvöld. Forsetafrúin lærbrotnaði og brákaði nokkur bein.

Upphæð kreditreiknings fáránleg

Brynjar Níelsson verjandi Jóns Geralds Sullenberger hélt lokaræðu sína nú rétt í þessu í Héraðsdómi. Hann sagði upphæð kreditreiknings frá Nordica upp á 62 milljónir króna fáránlega. Hún jafngilti nánast öllum viðskiptum Baugs og Nordica á árinu 2001. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan reikning.

Sakfelling þýði að Jón Ásgeir þurfi að hætta störfum fyrir Baug í þrjú ár

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar flutti lokaorð sín í Baugsmálinu nú rétt í þessu. Hann sagði að alþjóðleg greiningarfyrirtæki teldu meginverðmæti Baugs liggja í heilabúi Jóns Ásgeirs. Ásakanirnar í málinu væru mjög alvarlegar fyrir hann. Minnsta sakfelling yrði til þess að hann yrði að láta af stjórnarstörfum og sem forstjóri Baugs í þrjú ár. Gestur var þeirrar skoðunar að ekki gæti komið til sakfellingar. Það yrði hins vegar engin smá ákvörðun að sakfella Jón Ásgeir.

Króníkan hættir útgáfu

Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu vikublaðsins Króníkunni í núverandi mynd. Blaðið hóf göngu sína um miðjan febrúar. Fundur stendur nú yfir, þar sem starfsmönnum er tilkynnt þessi ákvörðun. Samkvæmt bloggsíðu Steíngríms S. Ólafssonar verður starfsfólkinu boðin vinna á DV.

Rafmagnstruflanir á Austurlandi

Rafmagnsnotendur á Austurlandi mega búast við tímabundnum spennubreytingum vegna spennusetningar og prófana á rafbúnaði í Fljótsdalsstöð og hjá Fjarðaráli. Afleiðingarnar geta verið blikk í ljósum notenda en þær eiga hvorki að valda tjóni á búnaði né straumleysi. Einungis er um tímabundið ástand að ræða þar til rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaráls hefst.

Missti ökuskírteinið á fyrsta degi

Sautján ára piltur var tekinn fyrir hraðakstur í Ártúnsbrekku í gærkvöldi á 136 km hraða. Skírteinið var gefið út í gær en pilturinn er nýorðinn 17 ára. Hann má búast við að fá 75 þúsund króna sekt og missa ökuleyfið í einn mánuð. Hinn nýbakaði bílstjóri fær því að hugsa ráð sitt í um mánaðartíma áður en hann snýr aftur út í umferðina.

Wilson Muuga þriðja erlenda flutningaskipið sem lifir af?

Flutningaskipið Wilson Muuga, sem situr á strandstað á Reykjanesi, gæri orðið þriðja erlenda flutningaskipið til að lifa af strand við Íslandsstrendur, ef það verður dregið á flot í stað þess að rífa það á staðnum.

Vinstri grænir í sókn í Norðvesturkjördæmi

Vinstri hreyfingin - grænt framboð er í mikilli sókn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Stöð 2 og kynnt var á fyrsta kosningafundi Stöðvar 2 í Stykkishólmi í gærkvöldi.

Tekur viku að afferma súrálið

Það tekur starfsmenn Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði viku að afferma skip sem kom með fyrsta súrálsfarminn til Reyðarfjarðar í gær. Reiknað er með að byrjað verði að framleiða ál í verksmiðjunni um páskana.

Segir gögn sem sanni sakleysi ekki rannsökuð

Jón Ásgeir Jóhannesson afhenti lögreglu í maí 2003 þrjár möppur með upplýsingum um bankareikninga Nordica. Þær áttu að renna stoðum undir framburð hans og Tryggva Jónssonar varðandi peningafjárhæðir sem runnu frá Baugi til Nordica. Gestur Jónsson gagnrýndi harðlega í Héraðsdómi í dag að þær hafi ekki verið rannsakaðar af lögreglu. Og að engin heildstæð rannsókn hafi farið fram á bókhaldi Nordica.

Baráttusamtökin bjóða fram í öllum kjördæmum

Nýtt framboðsafl, Baráttusamtökin, sem berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi borgarinnar, býður fram í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ein meginkrafan er að lágmarksbætur verði 210 þúsund krónur á mánuði.

Nóg komið af uppbyggingu í Laugardal

Íbúasamtök í Laugardal kalla eftir sterkum rökum frá yfirvöldum fyrir frekari uppbyggingu í dalnum. Þau telja nóg komið af byggingarframkvæmdum. Nú er fyrirhugað að byggja tvö fjölbýlishús á einum af fáum grænum blettum sem eftir eru í dalnum. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis-og útivistarhóp íbúasamtakanna.

Hver eru lengstu fljót í heimi?

Að mæla nákvæma lengd vatnsfalla er ekki alltaf eins einfalt og það kann að virðast í fyrstu. Þrír þættir skipta þar töluverðu máli: Hver skilgreind upptök vatnsfallsins eru, hvar það endar nákvæmlega og hversu nákvæm gögn eru notuð til þess að mæla fjarlægðina þar á milli.

Lilja og Steinunn gefa íbúum Hofsóss sundlaug

Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra langa sundlaug með tilheyrandi aðstöðu. Frá þessu er greint á forsíðu héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á norðurlandi vestra og kom út í dag.

Náðu samkomulagi um aðstoð við flóttamenn í Darfur

Yfirvöld í Súdan og Sameinuðu þjóðirnar skýrðu í dag frá samkomulagi sem að hefði náðst um að auðvelda aðgang hjálparsveita að flóttamönnum í Darfur héraði Súdan. Sagt var frá þessu á sama tíma og sérstakur yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, John Holmes, var á ferðalagi um flóttamannabúðir í Chad, nágrannaríki Súdan. Þar átti hann í viðræðum við ættbálkahöfðingja á svæðinu sem og fólk sem býr í búðunum.

Tekinn á 148 kílómetra hraða

Ökumaður var tekinn á 148 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan tíu í kvöld. Maðurinn var á leið upp brekkuna og út úr bænum. Lögregla segir að hann megi búast við 90 þúsund króna sekt og tveggja mánaða sviptingu á ökuréttindum en hámarkshraði í Ártúnsbrekkunni er 80 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var síðan tekinn í kvöld á 113 kílómetra hraða á 70 kílómetra svæði. Hann má búast við sektum.

Spánverjar báru sigurorð af Íslendingum

Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Markalaust eftir rúmlega hálftíma leik

Enn er ekkert mark komið í leik Spánverja og Íslendinga sem fram fer við mjög erfiðar aðstæður á Mallorca. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í leiknum, en á 26. mínútu átti Ólafur Örn Bjarnason besta færi íslenska liðsins en skot hans eftir hornspyrnu fór framhjá spænska markinu. Vallaraðstæður eru skelfilegar vegna bleytu og á boltinn það til að stoppa í pollum sem myndast hafa á vellinum.

Verður einn besti golfvöllur á landinu

Miklar framkvæmdir eru að hefjast við golfvöllinn á Akureyri. Hann verður einn sá besti á landinu að loknum endurbótum, segja forráðamenn vallarins.

3000 miðar seldust á fyrstu klukkustundunum

Þrjú þúsund miðar seldust á nokkrum klukkustundum á fyrstu tónleika Bjarkar á Íslandi í sex ár. Miðasalan hófst á hádegi og fór gífurlega vel af stað, segja tónleikahaldarar. Alls verða 5500 miðar seldir á tónleikana sem verða mánudaginn níunda apríl í Laugardalshöll.

Fyrsti súrálsfarmurinn til Reyðarfjarðar í dag

Fyrsti súrálsfarmurinn til nýs álvers á Reyðarfirði barst þangað í dag. Flutningaskipið, Pine Arrow, kom með þrjátíu og níu þúsund tonn af súráli frá Ástralíu. Tæp tvö tonn af súráli þarf til að framleiða tonn af áli, þannig að farmurinn í dag á eftir að verða að um tuttugu þúsund tonnum af áli.

Mokveiði hjá línubátum í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel. Hafnarstjórinn í Grindavík segir þessa miklu veiði heldur óvenjulega miðað við fyrri ár.

Sögðu ákæruvaldið ekki fylgja settum reglum

Verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, sögðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ákæruvaldið hefði ekki fylgt reglum um sjálfstæði, hlutleysi og rannsóknarskyldu við rannsókn Baugsmálsins.

Samkomulag næst á milli ríkisins og eigenda Wilson Muuga

Samkomulag hefur tekist milli eigenda Wilson Muuga og ríkisins um að gerð verði tilraun til að koma skipinu af strandstað. Umhverfisráðherra segir að skoða þurfi siglingalög en er ánægður með lyktir málsins.

Vinstri grænir í mikilli sókn í NV-kjördæmi

Samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttastofu Stöðvar tvö, er Vinstri hreyfingin grænt framboð í mikilli sókn í Norðvesturkjördæmi og bætir við sig rúmum 12% frá síðustu kosningum. Aðrir flokkar tapa fylgi og Framsóknarflokkurinn mest, fer úr 22% fylgi í rúmlega 14%.

Telja einkavæðingu hafa komið sér illa

Meirihluti íbúa Norðvesturkjördæmis telur að einkavæðing ríkisfyrirtækja hafi komið sér illa fyrir landsbyggðina, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Stöð 2.

Sjá næstu 50 fréttir