Innlent

Ekki búið að yfirheyra mann vegna æðiskasts

MYND/GVA

Lögregla hefur ekki enn getað yfirheyrt karlmanninn sem fékk æðiskast við Miklubrautina í morgun og réðst meðal annars á aldraðan mann. Að sögn lögreglu er hann enn að sofa úr sér en hann var í annarlegu ástandi þegar æðið greip hann og þurfti sex lögreglumenn til að hemja hann. Lögregla segir manninn hafa róast fjótlega eftir atvikið og að ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þar sem hvorki gamli maðurinn né lögreglumaður sem fluttir voru á slysadeild eftir atvikið meiddust mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×