Innlent

Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi Vestlendingur ársins 2006

Bjarni Kristinn Þorsteinsson.
Bjarni Kristinn Þorsteinsson.

Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, er Vestlendingur ársins 2006 en það er fréttaveita Vesturlands, Skessuhorn, sem veitir viðurkenninguna eftir kosningu lesenda.

Fram kemur í tilkynningu að viðurkenninguna hljóti Bjarni fyrir hönd allra þeirra sem þátt tóku í farsælu björgunar- og slökkvistarfi á Mýrum í mars á síðastliðnu ári og sem tekist hafi einkar vel miðað við aðstæður sem líkja megi við hamfarir.

Bjarni segir í Skessuhorni í dag einungis taka við viðurkenningunni fyrir hönd allra þeirra er þarna komu að málum, jafnt slökkviliðs- og björgunarmönnum, bændum, lögreglu, matráðum og öðrum sem lögðu hönd á plóg í þessum tveggja til þriggja sólarhringa slag við elda sem ógnuðu bæði mönnum, skepnum og mannvirkjum. Bjarni segir það af og frá að þessi heiður tilheyri honum einum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×