Innlent

SMS-skeytum um áramót fjölgaði umtalsvert

SMS-skeytum hjá viðskiptavinum Vodafone um áramótin fjölgaði um tíu af hundraði á gamlársdag en um 14 prósent á nýársdag miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá varð einnig veruleg aukning í SMS-skeytasendingum á Þorláksmessu, en 20 prósentum fleiri skeyti fóru um kerfi Vodafone á Þorláksmessu 2006 en sama dag árið 2005. Segir í tilkynningunni að aukningin sé í takt við fjölgun viðskipatvina og stóraukna notkun í GSM-kerfi fyrirtækisins á árinu 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×