Innlent

Magni heiðraður

Magni söng fyrir fjölmenni í Smáralind þegar hann kom heim frá Los Angeles í sumar.
Magni söng fyrir fjölmenni í Smáralind þegar hann kom heim frá Los Angeles í sumar. MYND/Anton Brink

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps heiðraði Magna Ásgeirsson á Þorláksmessu fyrir frammistöðu hans í sumar í Rockstar Supernova og jákvæða kynningu sem Borgarfjörður eystri fékk í því samhengi. Þetta kemur fram á héraðsvefmiðlinum austurglugginn.is.

Jakob Sigurðsson afhenti Magna blómvönd sem hann átti að afhenda konu sinni og sérunninn grip frá Álfasteini sem á var grafin mynd af Magna, merki Rockstar Supernova og áletrunin „Frammistaða þín og framkoma er okkar sómi - hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×