Efast um að krónan lifi til langframa 2. janúar 2007 12:37 Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur miklar efasemdir um að Íslendingar geti haldið uppi sjálfstæðum gjaldmiðli þegar til lengri tíma er litið. Hann segist enn þeirrar skoðunar að Íslendingar verði aðilar að Evrópusambandinu innan átta ára. Í hádegisviðtalinu á gamlársdag sagði Halldór að það myndi styrkja norrænt samstarf ef öll Norðurlöndin væru aðilar að Evrópusambandinu, en eins og flestum er kunnugt standa íslendingar og Norðmenn utan sambandins, en Danir, Svíar og Finnar eru aðilar.„Það er enginn vafi á því að samstarfið yrði nánara ef öll ríkin væru aðilar að Evrópusambandinu," sagði Halldór. Hann er nú orðinn æðsti embættismaður Norðurlandaráðs sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í Norðurlandasamstarfinu. Hann segir aðgang Íslendinga að Evrópusambandinu að miklu leyti eiga sér stað í gegnum Norðurlandasamstarfið. Á ráðherrafundum komi sjónarmið og áherslur landanna fram. Í formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, vildi Halldór ganga lengra í umræðunni um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en margir samflokksmenn og forystumenn í samstarfsflokknum, Sjálfstæðisflokki, í ríkisstjórn. Í hádegisviðtalinu sagði hann krónuna vera mikinn áhrifavald í þeim efnum. „Það sem skiptir okkur mestu máli núna að mínu mati og í framtíðinni, er hvernig við getum haldið sjálfstæðum gjaldmiðli í þessari miklu alþjóðavæðingu og frelsi á peningamörkuðum. Er það líklegt að við getum rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar? Ég hef miklar efasemdir um það," sagði Halldór. Halldór segir spurninguna um aðild ekki hvað síst snúast um þetta og ekki hjá þvi komist að gera þetta mál upp og það mun gerast að hans mati á næstu tveimur kjörtímabilum. Hann segist enn standa við yfirlýsingu sína og spádóm frá því hann var forsætisráðherra, að Ísland verði orðið aðili að Evrópusambandinu fyrir árið 2015. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur miklar efasemdir um að Íslendingar geti haldið uppi sjálfstæðum gjaldmiðli þegar til lengri tíma er litið. Hann segist enn þeirrar skoðunar að Íslendingar verði aðilar að Evrópusambandinu innan átta ára. Í hádegisviðtalinu á gamlársdag sagði Halldór að það myndi styrkja norrænt samstarf ef öll Norðurlöndin væru aðilar að Evrópusambandinu, en eins og flestum er kunnugt standa íslendingar og Norðmenn utan sambandins, en Danir, Svíar og Finnar eru aðilar.„Það er enginn vafi á því að samstarfið yrði nánara ef öll ríkin væru aðilar að Evrópusambandinu," sagði Halldór. Hann er nú orðinn æðsti embættismaður Norðurlandaráðs sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í Norðurlandasamstarfinu. Hann segir aðgang Íslendinga að Evrópusambandinu að miklu leyti eiga sér stað í gegnum Norðurlandasamstarfið. Á ráðherrafundum komi sjónarmið og áherslur landanna fram. Í formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, vildi Halldór ganga lengra í umræðunni um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en margir samflokksmenn og forystumenn í samstarfsflokknum, Sjálfstæðisflokki, í ríkisstjórn. Í hádegisviðtalinu sagði hann krónuna vera mikinn áhrifavald í þeim efnum. „Það sem skiptir okkur mestu máli núna að mínu mati og í framtíðinni, er hvernig við getum haldið sjálfstæðum gjaldmiðli í þessari miklu alþjóðavæðingu og frelsi á peningamörkuðum. Er það líklegt að við getum rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar? Ég hef miklar efasemdir um það," sagði Halldór. Halldór segir spurninguna um aðild ekki hvað síst snúast um þetta og ekki hjá þvi komist að gera þetta mál upp og það mun gerast að hans mati á næstu tveimur kjörtímabilum. Hann segist enn standa við yfirlýsingu sína og spádóm frá því hann var forsætisráðherra, að Ísland verði orðið aðili að Evrópusambandinu fyrir árið 2015.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira