Innlent

Slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi

Ísfirsk stúlka á sautjánda ári slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi um helgina en hún var þar stödd í skíðaferð ásamt hópi frá Skíðafélagi Ísafjarðar. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þar segir enn fremur að stúlkan hafi verið að renna sér við erfiðar aðstæður þar sem bæði færi og skyggni var slæmt. Lenti hún út af brautinni og rakst á tré. Segir Bæjarins besta að engar fregnir hafi fengist staðfestar um líðan stúlkunnar en vitað sé að meiðsl hennar séu alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×