Fleiri fréttir

Fjórtán fengu fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga riddarakrossi fálkaorðunnar á Bessastöðum í dag fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar og þjóðlífs, eins og siður er á nýársdag. Þeirra á meðal eru Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og Helga Steffensen brúðuleikstjóri. Enginn fékk stórriddarakross að þessu sinni.

Biskup harðorður um aftöku Saddams

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, var harðorður um aftöku Saddams Husseins, í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hann sagði aftökuna vera einn viðbjóðslegan þátt í þeirri ömurlegu atburðarás í keðjuverkun ofbeldis sem virtist engan endi taka. Karl sagði aftökuna eflaust verða vatn á myllu hermdarverkamanna til að réttlæta enn meiri dráp.

Þykkara launaumslag

Launafólki verður hægara um vik að greiða niður kortareikningana eftir jólin eftir skattalagabreytingar sem tóku gildi um áramótin. Tekjuskattur hefur lækkað um eina prósentu og skattleysismörk hækka úr 78 þúsundum í 90 þúsund. Þá taka einnig gildi sérákvæði um kjör aldraðra og öryrkja.

Höfuðkúpubrotinn eftir árás í Vesturbænum

Ungur maður liggur þungt haldinn og höfuðkúpubrotinn á gjörgæsludeild eftir að tveir menn réðust á hann í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Mennirnir réðust á fórnarlambið að því er virðist upp úr þurru en vitni voru að árásinni sem gátu gefið greinargóða lýsingu á mönnunum. Þeirra er nú leitað.

Stunginn þrisvar á Kárahnjúkum

Kínverskur starfsmaður á Kárahnjúkum særði annan starfsmann frá Ítalíu með hnífi upp úr miðnætti í nótt. Ítalinn særðist ekki alvarlega, hann fékk tvö stungusár á hendur og arma sem hann bar fyrir sig og eitt stungusár á kvið, sem ekki mun þó hafa verið mjög djúpt. Árásarmaðurinn var tekinn höndum í nótt og er enn í haldi lögreglu.

Metár hjá Landsbjörgu

Flugeldasala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar gekk mjög vel nú fyrir áramótin. Salan jókst nokkuð frá síðasta ári sem þó var metár. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, reiknar með að söluaukningin sé einhvers staðar í kringum 20% og jafnvel meira.

Búist við mikilli litadýrð í góðu veðri í kvöld

Búast má við mikilli litadýrð á himnunum í kvöld þegar landsmenn fagna áramótunum í hæglætisveðri um allt land. Áætlað er að um 500 þúsund flugeldum verði skotið á loft í kvöld og hefur flugeldasala hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu gengið mjög vel.

Samgönguráðherra segir fyllsta flugöryggis gætt

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur svarað bréfi frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem honum barst að í gærkvöld en þar lýsti nefndin áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er í flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu nú um áramót þegar Flugstoðir taka við af Flugmálastjórn í flugleiðsöguþjónustu.

Ómar maður ársins á Stöð 2 og Rás 2

Ómar Ragnarsson fréttamaður var í dag valinn maður ársins í árlegri kosningu þjóðarinnar á Rás 2. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Ómari hafi fengið um fjórðung greiddra atkvæða í kosningunni en á eftir honum komu bloggarinn Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir og Magni Ásgeirsson tónlistarmaður.

Veltu bíl nærri Hellu í mikilli hálku

Tvennt var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bifreið valt á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Fet skammt frá Hellu í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var mikil hálka á veginum á tímabili og talið að hún hafi átt sinn þátt í slysinu.

Eiríkur Tómasson hafði milligöngu um myndun stjórnar árið 1995

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segist hafa miklar efasemdir um það að Íslendingar geti rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu við hann á Stöð 2 í dag. Þar sagði Halldór enn fremur að Eiríkur Tómasson hefði haft milligöngu um það að hann og Davíð Oddsson fóru að ræða myndun ríkisstjórnar árið 1995.

17 brennur á höfuðborgarsvæðinu um áramótin

Allt frá því í byrjun 19. aldar hafa áramótabrennur verið órjúfanleg hefð hjá mörgum. Þar er gamla árið kvatt með tilheyrandi söng og dansi. Um þessi áramót verða haldnar 17 brennur á höfuðborgarsvæðinu og hefjast þær allar kl. 20.30.

Fjármálaúttekt á Byrginu lýkur í annarri viku janúar

Greiðslur ríkisins til Byrgisins hafa verið frystar að tillögu Ríkisendurskoðunar. Fær Byrgið því ekki fé úr ríkissjóði nú á fyrstu dögum ársins eins og til stóð. Fjármálaúttekt ríkisendurskoðunar á Byrginu lýkur í annarri viku janúar.

Atvinnuflugmenn hafa áhyggjur af flugöryggi

Flugmálastjórn hefur sent frá sér ályktun vegna bréfs frá öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna frá því gær. Í bréfi öryggisnefndarinnar eru félagsmenn FÍA hvattir til sérstakrar árvekni við störf sín vegna viðbúnaðaráætlunar flugmálayfirvalda vegna skorts á flugumferðarstjórum og flugmönnum bent á að tilkynna án tafar hnökra í áætluninni er geta varðað flugöryggi.

Borgarstjóri sakar HÍ um feluleik

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gagnrýnir ummæli Páls Hreinssonar, formanns stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands, um að happdrættið sé ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda um rekstur spilasalar í Mjódd. Feluleikur, segir borgarstjóri.

Fannst látin á reiðstíg í Hafnarfirði

Kona á sextugsaldri fannst látin í gær á reiðstíg við Kaldárselsveg nærri hesthúsahvefi hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvert banamein hennar var en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði virðist konan hafa fallið af baki.

Horft um pólitíska öxl í Kryddsíldinni kl. 14

Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 á Stöð 2 og verður í opinni dagskrá. Þetta er í sautjánda sinn sem Kryddsíldin er framreidd en þar ræða leiðtogar stjórnmálaflokkanna fimm um atburði ársins sem er að líða.

Ríksráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan 10.30 en hefð er fyrir því að forseti og ráðherrar hittist á þessum formlega fundi að morgni gamlársdags. Á fundinum eru bornar undir forseta til staðfestingar, eða öllu heldur endurstaðfestingar, ákvarðanir sem teknar hafa verið af ráðherrum eða Alþingi.

Borgarstjóri leitar svara vegna spilasalar í Mjóddinni

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi óskað eftir fundi með eigendum Háspennu, stjórnar Happadrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til þess að ræða fyrirhugaðan spilasal í verslunarkjarnanum í Mjóddinni.

Passið ykkur á flugeldunum

Annríki hefur verið á slysavarðstofunni í Fossvogi í gær og í dag. Þrjú flugeldaslys urðu í Reykjavík í gærkvöldi. Sigrún Þorsteinsdóttir hjá Landsbjörgu segir góða vísu greinilega aldrei of oft kveðna, því slysin haldi alltaf áfram að gerast, þrátt fyrir áróður lækna og flugeldasala.

Allir álfar velkomnir á Stokkseyri

Allir landsins draugar hafa þegar fengið athvarf í gömlu frystihúsi á Stokkseyri og nú um áramótin verða álfar boðnir velkomnir þangað líka. Þór Vigfússon og Bjarni Harðarson kveða þar gamla vísu að fornum sið í kvöld til að bjóða álfum til nýrra heimkynna.

Réttaróvissa en ekki skattsvik

Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair þvertekur fyrir að félagið hafi svikist um að standa skil á sköttum vegna leigu á flugvélum. Hann segir að félagið hafi haft frumkvæði að því að benda á þá réttaróvissu sem var um skattgreiðsluna og beðið um skýrar línur frá yfirvöldum. Skatturinn verður aflagður um áramót, meðal annars með vísan til þess að hann hafi engu skilað í ríkissjóð.

Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun

Loka þarf útvarpsstöðinni Kántríbæ um óákveðin tíma vegna fjárhagserfiðleika. Miklar bilanir hafa hrjáð stöðina að undanförnu og þurfti meðal annars að endurnýja endurvarpsendi á Sauðarkróki og reyndist það dýrara en áætlað var í upphafi. Kostnaður vegna væntanlegra stefgjalda knýr Hallbjörn þess vegna til þess að loka stöðinni um óákveðinn tíma.

Dauðarefsing andstæð íslenskri stefnu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að Saddam Hussein hafi svo sannarlega átt skilið refsingu en dauðarefsing sé þó andstæð stefnu íslenskra stjórnvalda. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir þessa aftöku og segir einnig að réttarhöldin yfir Saddam hafi verið meingölluð.

Skotið á bíl lögreglumanns

Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi í nótt en enginn var í bílnum þegar skotárásin átti sér stað. Lögreglan á Blönduósi verst allra frétta af málinu en nær allt starfslið lögreglunnar á Blönduósi starfar við málið.

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftöku á Saddam Hússein

Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem aftakan á Saddam Hússein er fordæmd og sagt að réttlætið hafi þar lútað í lægri hald fyrir hefndarþorstanum. Segir í henni að þar sem Saddam hafi verið tekinn af lífi glatist mikilvægt tækifæri til þess að komast að sannleikanum.

Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík

Mikið tjón varð á athafnasvæði fiskvinnslustöðvarinnar Þróttar í Grindavík seint í gærkvöldi þegar eldur kom upp í stæðu af fiskikörum á lóð fyrirtækisins. Um 1000 kör voru í stæðunni og var mikill eldur þegar Slökkvilið Grindavíkur kom á svæðið. Rýma þurfti hús í Grindavík þar sem eitraður reykurinn stóð yfir hluta byggðarinnar.

32% aukning á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum

Þann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar með börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiðið með því að auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst að lækka kostnað foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra en einnig að tryggja grundvöll fyrir þjónustunni.

Nýr sæstrengur væntanlegur

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila.

Matvöruverð hækkar

Nú eru einungis nokkrir mánuðir þar til virðisaukaskattur á matvælum lækkar, en áður en neytendur fá að njóta þess, mun matvælaverð að öllu jöfnu hækka. Þessa dagana er það daglegt brauð að birgjar tilkynni um hækkanir á vörum.

Fólksfækkun á vestfjörðum

Íbúum í Reykhólahreppi og Vesturbyggð hefur fækkað um 25 prósent frá árinu 1997. Á sama tíma hefur íbúum Ísafjarðarbæjar hefur fækkað um tæp sjö prósent og Bolvíkingum og súðvíkingum um rúm 17 prósent. Fækkun er í flestum bæjarfélögum á vestfjörðum, en íbúafjöldi Bæjarhrepps stendur í stað í 100 íbúum.

Dr. Steinar Þór Guðlaugsson valinn vísindamaður ársins 2006

Vísindamaður ársins 2006 var heiðraður við hátíðlega athöfn í Norræna Húsinu í gær. Sá sem titlinn fékk var Dr. Steinar Þór Guðlaugsson en hann er jarðeðlisfræðingur að mennt og fær hann verðlaunin fyrir margþættar rannsóknir á landgrunni okkar Íslendinga.

Njörður verðlaunaður af Sænsk-íslenska menningarsjóðnum

Njörður P. Njarðvík fékk í dag Menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins árið 2006. Ákveðið var að verðlaunin féllu honum í skaut vegna mikils framlags hans til menningarsamskipta Íslands og Svíðþjóðar.

Róbert Wessmann maður ársins í íslensku atvinnulífi 2006

Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, var í dag veitt viðurkenningin maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006. Það er Frjáls verslun sem velur mann ársins en Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti Róbert verðlaunin í dag.

Áfengissala tvöfaldast nú fyrir áramótin

Allmargir skála í freyðivíni og smyrja talfærin til að kveðja gamla árið. Salan hjá ÁTVR er rösklega tvöfalt meiri fyrir þessa síðustu helgi ársins en aðrar helgar. Flöskurnar eru þó ekki svo miklu fleiri - en vínið er betra. Og þar með dýrara.

Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu

Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir.

Þjónustusamningur við Flugstoðir ohf undirritaður

Í dag var undirritaður þjónustusamningur milli samgönguráðuneytisins og opinbera hlutafélagsins Flugstoða sem tekur yfir flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónustu fyrsta janúar. Fyrirtækið verður verulega undirmannað þegar það tekur til starfa á mánudag, vegna aðgerða Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Lagabreyting rökstudd með lögbrotum

Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi laumar í gegn breytingu á skattalögunum vegna þessa er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er, að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann.

Myndavélar ná ekki brennuvörgum

Á annan tug eftirlitsmyndavéla eru á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Það er þó útilokað að þær hefðu getað náð myndum af brennuvarginum, eða vörgunum í Eyjum þar sem linsum vélanna er öllum beint á haf út.

Ekki mat Persónuverndar

Persónuvernd hefur ekki fengið beiðni um að úrskurða um lögmæti þess að Norðurál ætli að láta starfsmenn sína gangast undir lyfjapróf til að ganga úr skugga um að þeir noti ekki ólöglega vímugjafa. Málefnaleg rök þurfa að liggja til grundvallar slíkum aðgerðum að sögn lögfræðings Persónuverndar.

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður er 33 ára. Hún útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, með sérstakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti.

Sjötti snjólétti veturinn í röð

Veðrið á árinu sem er að líða hefur almennt verið gott. Hlýtt var um land allt og ekkert lát virðist á þeim hlýindum sem hófust fyrir tíu árum. Í Reykjavík var hiti 1,1 stigi ofan meðallags og á Akureyri 1,3 stigi ofan meðallags.

Sjá næstu 50 fréttir