Innlent

Fæðingarorlof greitt frá Hvammstanga

Foreldrar ungbarna fá nú orlofsútborganir frá Hvammstanga.
Foreldrar ungbarna fá nú orlofsútborganir frá Hvammstanga. MYND/Getty

Tilvonandi foreldri snúa sér nú til Hvammstanga til þess að sækja um fæðingarorlof. Um áramót fluttist fæðingarorlofssjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar og verður sjóðurinn til húsa við Miðfjörðinn. Frekari upplýsingar eru á www.faedingarorlof.is.

Símanúmer Fæðingarorlofssjóðs er 582 4840 og fax er 582 4850. Skattkortum foreldra af höfuðborgarsvæðinu á að skila á Engjateig 11, 105 Reykjavík en öll önnur gögn skal senda á Hvammstanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×