Innlent

Slösuðust í mikilli ókyrrð á leið til Parísar

MYND/Anton Brink

Þrír úr áhöfn Boeing 757 flugvélar Icelandair hlutu minni háttar áverka þegar vélin lenti í mikilli ókyrrð í morgun á leið sinni frá Keflavík til Parísar. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að um 180 farþegar hafi verið í vélinni, langflestir þeirra frá Frakklandi, og var þeim boðin áfallahjálp við komuna til Parísar um klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma.

Öryggisskoðun á flugvélinni fer fram á Charles De Gaulle flugvellinum í París og hefur önnur flugvél og önnur flugáhöfn verið send ytra til þess að fljúga farþegum heim síðdegis í dag. Hlýst af því um þriggja klukkustunda seinkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×