Innlent

Stærsta verkfræðiskrifstofa landsins verður til

Stærsta verkfræðistofa landsins með alls 240 starfsmenn varð til um áramótin þegar Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns og verkfræðistofan Hönnun sameinuðust undir nafninu VGK-Hönnun hf.

Framkvæmdastjórar nýja fyrirtækisins eru Eyjólfur Árni Rafnsson, sem verður ábyrgur fyrir innlendum verkefnum, og Runólfur Maack, sem ber ábyrgð á verkefnum fyrirtækisins erlendis.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að stefnt sé að því að koma starfseminni í Reykjavík sem fyrst undir eitt þak. Starfsstöðvar fyrirtækisins úti á landi eru á sjö stöðum, á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×