Innlent

Þýðir ekki að ljúga á Selfossi

Þjófur einn á þrítugsaldri var ekki fyrr kominn út úr yfirheyrslu frá dómara á Selfossi fyrir þjófnað en hann var búinn að stela veski og nýta sér kort konunnar sem átti veskið. Upp komst um þjófinn af því að afgreiðslukonan þekkti eiganda kortsins og tók því ekki gilda skýringu þjófsins að hann væri sonur konunnar.

Þjófurinn var eftirlýstur fyrir önnur brot og var handtekinn í Reykjavík um helgina og sótti lögreglan á Selfossi hann í bæinn fyrir yfirheyrsluna.

Lögreglan á Selfossi sagði manninn þó ekki hafa verið settan í gæsluvarðhald, þrátt fyrir að öruggt megi telja að hann brjóti af sér aftur. Málið sé upplýst og sakirnar þurfi að vera stærri til að krefjast megi síbrotavarðhalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×