Innlent

Flugstoðir byrjaðar að ráða til sín flugumferðarstjóra

Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að fyrirtækið Flugstoðir væri þegar farið að ráða til sín flugumferðarstjóra.

Þorgeir segir stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa haft sína félagsmenn í spennitreyju og það sé ekki trúverðugt að stjórn sem hafi umboð sinna félagsmanna geti ekki skrifað undir samkomulag um að mæla með því að félagsmenn sæki um störf hjá Flugstoðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×