Fleiri fréttir

Niðurstöður útreikninga með hafhringrásarlíkani

Á Veðurstofu Íslands hefur um nokkurt skeið verið unnið að því að reikna hafstrauma umhverfis landið með hafhringrásarlíkani. Verkefnið hefur verið unnið í samvinnu við aðila á Hafrannsóknastofnuninni, í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.

Varmársamtök stofnuð í kvöld

Svokölluð Varmársamtök verða stofnuð í Mosfellsbæ í kvöld, en þar eru á ferðinni samtök íbúa á Varmársvæðinu ofan Vesturlandsvegar. Samtökin hyggjast standa vörð um svæðið sem liggur frá upptökum að ósum Varmár en samkvæmt skipuleggjendum verður sérstaða svæðisins að engu gerð ef tillögur um lagningu umferðarmannvirkja á Varmársvæðinu verða að veruleika.

Tugmilljóna kostnaður vegna ósættis

Íslensk flugmálayfirvöld þurfa að fjárfesta í vopnaleitarbúnaði á Keflavíkuflugvelli fyrir tugmilljónir króna vegna ósamkomulags Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins um starfsaðferðir. Hugsanlegt er að leggja þurfi sérstakt öryggisgjald á þá sem millilenda hér vegna kostnaðarins.

Gott uppgjör Vinnslustöðvarinnar

Afkoma Vinnslustöðvarinnar var góð á fyrsta fjórðungi. Tap félagsins nam 107 m.kr. (spá -101 m.kr.) sem var í takti við spá. Tapið orsakast af stórum hluta af 448 m.kr. neikvæðum gengismun vegna lækkunar á gengi krónunnar. Hins vegar var EBITDA framlegð félagsins talsvert hærri en við reiknuðum með.

Upptökur herma að Jónas hafi verið við stýri

Eiginkona Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur fullyrðir í Samtölum við Neyðarlínuna að hann hafi verið við stjórnvölin þegar Harpa fórst á Viðeyjarsundi á síðasta ári. Upptökur af samtölunum voru spilaðar í Héraðsdómi í dag. Jónas hefur sagt fyrir dómi að Matthildur Harðardóttir, sem fórst í slysinu, hafi verið við stýrið þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri.

Sprengt við Háskóla Íslands

Sprengivinna við háskólatorg Háskóla Íslands hefst í vikunni þegar nemendur eru í miðjum prófalestri. Háskólayfirvöld segja ómögulegt að fresta framkvæmdunum fram yfir prófatörnina sem lýkur um miðjan maí.

Fjallað um Kauphöll Íslands á Sky News

Tveggja og hálfrar mínútu frásögn verður af Kauphöll Íslands í kvöldfréttum Sky News í kvöld, en sendingar Sky News ná til til um það bil 80 milljóna manna. Tilefnið er að Kauphöllin hlaut verðlaun Buisness Britain Magazine fyrir árin tvö 2005-2006 fyrir að stuðla að hagvexti í íslensku efnahagslífi.

Veturinn sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga

Veturinn í vetur var sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi samkvæmt tölum Veðurstofunnar, en hún skilgreinir vetur sem tímabilið frá byrjun desember til loka mars. Þrátt fyrir að úrkoma hafi verið yfir meðallagi suðvestanlands í vetur telst hann þó snjóléttur en úrkomuminna var fyrir norðan.

Fagnar áformum um varanlega vegagerð

Verkalýðsfélag Húsavíkur tekur heilshugar undir með þeim aðilum í Þingeyjarsýslum sem fagnað hafa áformum um varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi 1 niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Vegtengingin er mikilvæg varðandi frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu jafnframt því sem tengingin gegnir ákveðnu hlutverki í atvinnu- og samgöngumálum eftir sameiningu fjögurra sveitarfélaga frá Húsavík til Raufarhafnar. Þetta kemur fram í ályktun verkalýðsfélagsins.

Hunangsflugur á kreik vegna hlýinda

Hunangsflugur fóru á kreik víða um land í hlýindunum í gær og sönnuðu enn að þær eru komnar hingað til að vera. Að sögn kunnugra er þetta þó ekki óvenju snemmt miðað við árstíma og skilyrði en hins vegar þykja þær vel fram gengnar eftir veturinn, stórar og nánast bolta lagaðar, sem sérfróðir telja geta vitað á mikla frjósemi þeirra í sumar.

Tekinn með góss við ruslatunnurót

Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um það í nótt að maður væri að róta í ruslatunnum við íbúðarhús. Þegar hún kom að var maðurinn með þrjá innkaupapoka og sagðist vera að safna tómum gosflöskum til að selja en þegar betur var að gáð reyndist ýmislegt góss vera í pokunum, sem afar ólíklegt er að fólk hafi hent í tunnurnar.

Töluverðar skemmdir unnar á Knarraróssvita

Töluvert tjón var unnið á Knarraróssvita austan við Stokkseyri um helgina þegar skotið var á hann úr riffli. Sérhannaðar rúður í honum brotnuðu, en sjálfur ljósalampinn skaddaðist ekki. Skotmaðurinn er ófundinn.

Slasaðist töluvert í veltu skammt frá Hólmavík

Ökumaður slasaðist talsvert þegar bíll hans valt út af þjóðveginum skammt frá Hólamvík síðdegis í gær. Í fyrstu var talið að hann vær stór slasaður og var óskað eftir að þyrla yrði send á vettvang, en hún var afturkölluð og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann dvelur enn

Sýknaður af hvolpadrápi

Maður á sextugs aldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa grýtt hvolpi í vegg með þeim afleiðingum að hvolpurinn hálsbrotnaði og drapst.

Sökuð um að nota skattpeninga í kosningabaráttu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sökuð um að nota skattpeninga til að fjármagna hluta kosningabaráttu sinnar. Auglýsing um viðtalstíma við borgarstjóra birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Steinunn vísar þessu á bug; segist enn vera borgarstjóri sem sé að sinna sínu starfi.

Erfðabreytileiki sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli fundið

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn höfunda greinarinnar segir að niðurstöðurnar verði notaðar til að þróa greiningarpróf sem gæti hjálpað læknum við að ákvarða hverjir eigi mest á hættu að fá sjúkdóminn.

Talsvert slasaður eftir bílveltu í Hrútafirði

Bílvelta varð skammt norðan við Brú í Hrútafirði um eittleytið í dag þegar jeppabifreið fór þar út af veginum. Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, slasaðist á hálsi og hlaut einhver beinbrot en hann var einn í bílnum.

Banaslys á Kjósaskarðsvegi

Banaslys varð á Kjósaskarðsvegi við bæinn Valdastaði í morgun þegar ökumaður mótorhjóls hafnaði utan vegar. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum og var sjúkralið þegar sent á vettvang.

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fátíðara en áður talið?

Svo virðist sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum sé fátíðara en þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarin misseri gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri könnun um kynhegðun ungmenna og kynferðislega misnotkun á börnum.

Bakslag í fasteignaviðskiptum

Verulegt bakslag hefur orðið í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Um þriðjungi færri kaupsamningum var þinglýst í apríl en í mars. Þetta þykir að mati sérfræðinga ótvírætt benda til minni spennu á fasteingamarkaði, og að verðlækkun sé á næstu grösum.

Laminn með brotinni flösku

Rúmlega tvítugur Keflvíkingur særðist nokkuð í nótt þegar hanna varð fyrir fólskulegri árás tveggja félaga sinna sem vopnaðir voru brotinni flösku. Fórnarlambinu var fljótlega komið undir læknishendur þar sem gert var að sárum hans, en þau munu ekki vera alvarleg.

Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu

Slökkvilið höfðuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í nótt. Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu við Þverholt þar sem Klink og bank hefur aðstöðu. Mikill reykur var í húsinu og þurftu reykkafarar að hafa mikið fyrir því að finna eldsupptökin en þau reyndust vera í gámi inni í húsinu.

Það mátti kaupa ýmislegt hjá löggunni í dag

Steypuhrærivélar, regnhlífar, hjól, ferðatöskur og margt fleira var í boði á árlegu uppboði lögreglunnar í Reykjavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína á uppboðið og gerði kostakaup, aðrir keyptu hins vegar köttinn í sekknum.

DV birti ranga mynd með umfjöllun um kókaínsmygl

DV birti mynd af rangri stúlku með umfjöllun um kókaínsmygl í blaðinu í dag. Ritstjórinn harmar þessi leiðu mistök, en faðir stúlkunnar segir hana miður sín og að umfjöllunin geti skaðað feril hennar sem skíðakonu.

Segir tap Ríkisútvarpsins innbyggt í reksturinn

Útvarpsstjóri telur um tvö hundruð milljóna króna halla Ríkisútvarpsins óásættanlegan, en segir tapið innbyggt í reksturinn. Halli stofnunarinnar hefur fjórfaldast á milli ára.

Fuglaskoðunarsetur gæti gefið 50 milljónir

Fuglaskoðunarsetur, vínframleiðsla, refaskoðun og víkingaþorp voru meðal hugmynda sem fram komu á málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum. Fjallað var um sjálfbæra þróun atvinnumála og stóriðjulausa Vestfirði.

Fékk veiðarfærin í skrúfuna

Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vestmannaeyjum í gærkvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Togarinn var um 20 sjómílum út af Sandgerði þegar óhappið varð.

Hive býður upp á frí símtöl í alla heimasíma

Fjarskiptafyrirtækið Hive hyggst hasla sér völl á heimasímamarkaði. Hive kynnti þessa nýju þjónustu sína á blaðamannafundi í morgun þar sem meðal annars kom fram að boðið verður upp á gjaldfrjáls símtöl í alla heimasíma.

Zimsenhúsið flutt úr Hafnarstræti

Zimsenhúsið hefur verið flutt úr Hafnarstræti en þar hefur það staðið í hundrað og tuttugu og tvö ár. Flutningurinn gekk það vel að blómavasi sem stóð í einni gluggakistu hússins haggaðist ekki. Húsið var flutt í morgun út á Granda þar sem það mun standa þar til því verður fundinn framtíðarstaðsetning.

Erill hjá lögreglunni á Akureyri

Erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðastliðinn sólarhring vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Afskipti voru höfð af 45 ökumönnum fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var tekinn á 122 kílómetra hraða í Hörgárbyggð. Hefur þessi sami maður nú verið tekinn ellefu sinnum fyrir hraðakstur á einu ári.

Hive á heimasímamarkað?

Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem nýjungar og aukin samkeppni félagsins á fjarskiptamarkaði verða kynntar. Samkvæmt heimildum NFS hyggst Hive hasla sér völl á heimasímamarkaðnum. Hingað til hefur almenningur aðeins geta fengið heimasíma hjá Símanum og Og Vodafone.

Segir sökina ekki liggja hjá Íbúðalánasjóði

Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki Íbúðalánasjóði að kenna heldur viðskiptabönkunum. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður en hann gagnrýnir skýrlsu Seðlabanka og segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki.

Stærsti 10. bekkjar árgangur frá upphafi

Stærsti árgangur sem nokkurn tímann hefur útskrifast úr 10. bekk grunnskólanna mun útskrifast í vor. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra telur að allir sem sæki um í framhaldsskólum fyrir næsta vetur fái þar inni.

Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk í skrúfuna

Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk net í skrúfuna þar sem hann var staddur um 15 til 20 mílur út af Sandgerði. Þær upplýsingar fengust rétt í þessu frá Landhelgisgæslunni að verið væri að skoða það hvort togarinn yrði dreginn til lands eða hvort kafari yrði sendur til að skera úr skrúfunni.

Listin hefur lækningarmátt hjá Ljósinu

Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega.

Utankjörfundakosningar fara vel af stað

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að veita fé í auglýsingar á utankjörfundaatkæðagreiðslu en nú hafa rúmlega 400 manns kosið utankjörfundar. Auk þess að veita fé til auglýsinga mun ríkið veita stjórnmálaflokkunum aðgang að kjörskrárstofni sveitarfélaga og styrkja sendiráð Íslands víðs vegar um heim í að senda fólki auglýsingar sem hvetja fólk sem býr erlendis til að kjósa.

Gagnrýni byggð á öfund

Aðalritstjóri Börsen, stærsta viðskiptablaðs Norðurlanda, segir danska kaupsýslumenn skiptast í tvo flokka varðandi innrás Íslendinga, þá sem sjái tækifæri og hina sem óttist samkeppni. Hann segir gagnrýnina oft byggja á öfundsýki, en hins vegar sé gagnrýni á fjármál hins opinbera réttmæt, þótt hann trúi því að hægt sé að ná mjúkri lendingu.

Neitar að hafa verið við stjórnvölinn

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu.

Nýtt blað ábyrgra feðra

Fyrsta jafnréttisblað karla var formlega afhent dómsmálaráðherra í dag. Þetta er málgagn Félags ábyrgra feðra sem fjallar um réttindabaráttu forsjárlausra feðra fyrir jöfnu forræði foreldra yfir börnum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir