Innlent

Fagnar áformum um varanlega vegagerð

Verkalýðsfélag Húsavíkur  tekur heilshugar undir með þeim aðilum í Þingeyjarsýslum sem fagnað hafa áformum um varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi 1 niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Vegtengingin er mikilvæg varðandi frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu jafnframt því sem tengingin gegnir ákveðnu hlutverki í atvinnu- og samgöngumálum eftir sameiningu fjögurra sveitarfélaga frá Húsavík til Raufarhafnar. Þetta kemur fram í ályktun verkalýðsfélagsins.

Verkalýðsfélag Húsavíkur harmar afstöðu stjórnar Landsverndar sem fram kemur í athugasemdum til Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. Verkalýðsfélagið hvetur skipulagsyfirvöld í landinu til þess að fallast á umrædda vegagerð vestan ár og samgönguyfirvöld til þess að tryggja fjármagn til verksins svo ljúka megi þessari mikilvægu vegtengingu sem allra fyrst, byggðarlaginu og vegfarendum til hagsbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×