Bakslag í fasteignaviðskiptum 7. maí 2006 12:00 Verulegt bakslag hefur orðið í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Um þriðjungi færri kaupsamningum var þinglýst í apríl en í mars. Þetta þykir að mati sérfræðinga ótvírætt benda til minni spennu á fasteingamarkaði, og að verðlækkun sé á næstu grösum. Engum hefur dulist hve gríðarlega fasteignaverð hefur hækkað hér á landi síðustu ár, en það hefur meira en þrefaldast á rétt rúmum áratug. Nú bendir hins vegar allt til þess að þessi þróun hafi stöðvast, og muni jafnvel snúast við á næstunni. Frá því í fyrra hafa blikur verið á lofti og fasteignum á söluskrá hefur fjölgað gríðarlega, þótt hægar hafi dregið úr sölu en margir höfðu reiknað með. Nú virðist markaðurinn hins vegar hafa stigið á bremsuna. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var um þriðjungi færri kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum apríl heldur en í mars. Í apríl stimpluðu sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu 613 samninga, samtals upp á nærri 17 milljarða króna, en í mars voru þetta yfir 900 samningar upp á samanlagt yfir 23 milljarða. Samdrátturinn nemur því um þriðjungi, hvort sem horft er til fjölda samninga eða samanlagðs söluandvirðis fasteignanna. Meðalupphæð á samning hækkaði þó lítillega, fór úr 27,5 milljónum í 25,5 milljónir króna. Ein hugsanlegra skýringa á þessu er sú, að hér sé um árstíðarbundna lækkun að ræða. Sú virðist þó ekki raunin, að minnsta kosti ekki ef bornir eru saman aprílmánuður í ár og apríl í fyrra. Þar sést líka mikill samdrátt, hvort sem er í fjölda samninga eða heildarveltu. Allt bendir því til hins sama, hvort sem er aukið framboð eigna, sú staðreynd að bankarnir pressa nú á verktaka að draga saman seglin, eða það að kaupsamningum fækkar jafn mikið á milli mánaða og tölur Fasteingamatsins sýna. Fasteingaverð er hætt að hækka, og þótt sérfræðingar telji ólíklegt að verðið lækki mikið - ef nokkuð - þá heldur fasteignaverð ekki, og það mun ekki breytast, í við verðlag. Raunverðslækkun á fasteignum er því er staðreynd. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Verulegt bakslag hefur orðið í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Um þriðjungi færri kaupsamningum var þinglýst í apríl en í mars. Þetta þykir að mati sérfræðinga ótvírætt benda til minni spennu á fasteingamarkaði, og að verðlækkun sé á næstu grösum. Engum hefur dulist hve gríðarlega fasteignaverð hefur hækkað hér á landi síðustu ár, en það hefur meira en þrefaldast á rétt rúmum áratug. Nú bendir hins vegar allt til þess að þessi þróun hafi stöðvast, og muni jafnvel snúast við á næstunni. Frá því í fyrra hafa blikur verið á lofti og fasteignum á söluskrá hefur fjölgað gríðarlega, þótt hægar hafi dregið úr sölu en margir höfðu reiknað með. Nú virðist markaðurinn hins vegar hafa stigið á bremsuna. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var um þriðjungi færri kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum apríl heldur en í mars. Í apríl stimpluðu sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu 613 samninga, samtals upp á nærri 17 milljarða króna, en í mars voru þetta yfir 900 samningar upp á samanlagt yfir 23 milljarða. Samdrátturinn nemur því um þriðjungi, hvort sem horft er til fjölda samninga eða samanlagðs söluandvirðis fasteignanna. Meðalupphæð á samning hækkaði þó lítillega, fór úr 27,5 milljónum í 25,5 milljónir króna. Ein hugsanlegra skýringa á þessu er sú, að hér sé um árstíðarbundna lækkun að ræða. Sú virðist þó ekki raunin, að minnsta kosti ekki ef bornir eru saman aprílmánuður í ár og apríl í fyrra. Þar sést líka mikill samdrátt, hvort sem er í fjölda samninga eða heildarveltu. Allt bendir því til hins sama, hvort sem er aukið framboð eigna, sú staðreynd að bankarnir pressa nú á verktaka að draga saman seglin, eða það að kaupsamningum fækkar jafn mikið á milli mánaða og tölur Fasteingamatsins sýna. Fasteingaverð er hætt að hækka, og þótt sérfræðingar telji ólíklegt að verðið lækki mikið - ef nokkuð - þá heldur fasteignaverð ekki, og það mun ekki breytast, í við verðlag. Raunverðslækkun á fasteignum er því er staðreynd.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira