Listin hefur lækningarmátt hjá Ljósinu 5. maí 2006 19:30 Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega. Ljósið er hugarfóstur Ernu Magnúsdóttur sem lengi starfaði sem iðjuþjálfi á Landspítalanum. Hún ákvað í samtarfi við nokkra aðra síðata haust að setja á fót Ljósið þar sem hún fann fyrir mikilli þörf á endurhæfingar -og stuðningsúrræði fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin hófst í safnaðarheimili Neskirkju í haust og var tvo eftirmiðdaga í viku en nú er svo komið að Ljósið er opið alla virka daga. Hjá Ljósinu sækir fólk alls kyns handverksnámskeið og heilsueflingu eins og jóga og tai chi. Erna segir að listin hafi lækningarmátt og það að fá að skapa sé gott fyrir sálina. Þetta virki fyrir fólk því það lendi oft í því að vera frumkvæðislaust og detti út af vinnumarkaði og hafi ekki nóg fyrir stafni. Una Rögnvaldsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í haust og hefur síðan í janúar vanið komur sínar í Ljósið. Hún segir starfið hafa veitt sér margt. Það skipti máli að hitta aðra og eiga öruggan stað til að koma á. Þetta hafi hana af stað á morgnana og húni komi glaðari heim á daginn í stað þess að liggja í bælinu. Ung kona á Akureyri, Lilja Guðmundsdóttir, vakti athygli á skorti á úrræðum fyrir krabbameinssjúka úti á landi í grein í Morgunblaðinu í gær. Lilja lést af völdum krabbameins aðfararnótt 1. maí síðastliðinn en greinin var birt að ósk aðstandenda hennar. Erna tekur undir það að þörf sé á fleiri Ljósum víða um land en til þess þurfi fjármagn. Sem standi sé hún eini fasti starfsmaðurinn og helmingurinn af launum hennar sé borgaður af líknar- og félagasamtökum. Það þurfi meiri peninga og fólkið í Ljósinu sé svo bjartsýnt að það sé visst um að það gangi. Selkórinn heldur á morgun styrktartónleika fyrir Ljósið í Neskirkju klukkan fimm. Miðaverð er 2500 krónur en frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ljóssins, ljosid.org Fréttir Innlent Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega. Ljósið er hugarfóstur Ernu Magnúsdóttur sem lengi starfaði sem iðjuþjálfi á Landspítalanum. Hún ákvað í samtarfi við nokkra aðra síðata haust að setja á fót Ljósið þar sem hún fann fyrir mikilli þörf á endurhæfingar -og stuðningsúrræði fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin hófst í safnaðarheimili Neskirkju í haust og var tvo eftirmiðdaga í viku en nú er svo komið að Ljósið er opið alla virka daga. Hjá Ljósinu sækir fólk alls kyns handverksnámskeið og heilsueflingu eins og jóga og tai chi. Erna segir að listin hafi lækningarmátt og það að fá að skapa sé gott fyrir sálina. Þetta virki fyrir fólk því það lendi oft í því að vera frumkvæðislaust og detti út af vinnumarkaði og hafi ekki nóg fyrir stafni. Una Rögnvaldsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í haust og hefur síðan í janúar vanið komur sínar í Ljósið. Hún segir starfið hafa veitt sér margt. Það skipti máli að hitta aðra og eiga öruggan stað til að koma á. Þetta hafi hana af stað á morgnana og húni komi glaðari heim á daginn í stað þess að liggja í bælinu. Ung kona á Akureyri, Lilja Guðmundsdóttir, vakti athygli á skorti á úrræðum fyrir krabbameinssjúka úti á landi í grein í Morgunblaðinu í gær. Lilja lést af völdum krabbameins aðfararnótt 1. maí síðastliðinn en greinin var birt að ósk aðstandenda hennar. Erna tekur undir það að þörf sé á fleiri Ljósum víða um land en til þess þurfi fjármagn. Sem standi sé hún eini fasti starfsmaðurinn og helmingurinn af launum hennar sé borgaður af líknar- og félagasamtökum. Það þurfi meiri peninga og fólkið í Ljósinu sé svo bjartsýnt að það sé visst um að það gangi. Selkórinn heldur á morgun styrktartónleika fyrir Ljósið í Neskirkju klukkan fimm. Miðaverð er 2500 krónur en frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ljóssins, ljosid.org
Fréttir Innlent Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira