Innlent

Gott uppgjör Vinnslustöðvarinnar

Afkoma Vinnslustöðvarinnar var góð á fyrsta fjórðungi. Tap félagsins nam 107 m.kr. (spá -101 m.kr.) sem var í takti við spá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni. Tapið orsakast af stórum hluta af 448 m.kr. neikvæðum gengismun vegna lækkunar á gengi krónunnar. Hins vegar var EBITDA framlegð félagsins talsvert hærri en við reiknuðum með. EBITDA framlegðin nam 537 m.kr. (spá 419 m.kr.) sem verður að teljast gott miðað við hversu stutt loðnuvertíðin var í vetur. Í tilkynningu eru gefnar nokkrar ástæður fyrir góðri framlegð. Afurðaverð var hagstætt í erlendri mynt, gengi krónunnar lækkaði á hagstæðasta tíma fyrir félagið, góður árangur náðist við nýtingu loðnuafla og loks keypti félagið mikið af loðnu og kolmunna til bræðslu af öðrum skipum.

Stefnir í ágæta framlegð í ár

Félagið birtir rekstraráætlun fyrir árið 2006 í ljósi uppgjörsins. Miðað við meðalgengisvísitöluna 127, enga sumarveiði á loðnu og fulla nýtingu á aflaheimildum reikna stjórnendur Vinnslustöðvarinnar með því að velta (án vörusölu) verði um 4 ma.kr. og EBITDA framlegðin 1.100 m.kr. Það er umtalsvert betri framlegð en árið 2005 en þá var framlegðin 866 m.kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×