Innlent

Segir sökina ekki liggja hjá Íbúðalánasjóði

Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki Íbúðalánasjóði að kenna heldur viðskiptabönkunum. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður en hann gagnrýnir skýrslu Seðlabanka og segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki.

Í skýrslunni er bankastarfsemi ríkisins gagnrýnd og staðan á húsnæðismarkaðnum sögð óviðunandi. Húsnæðisverð sé of hátt og er skuldinni að einhverju leyti skellt á rekstur ríkisins á Íbúðarlánasjóði og því ráðlagt að leggja sjóðinn niður svo samkeppni geti skapast á markaðnum. Þessu er Kristinn ósammála. Hann segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki og telur að aðrir þættir hafi valdið þenslunni að undanförnu eins og Kárahnjúkavirkjun og miklar skattalækkanir. Og Kristinn segir nauðsynlegt að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum og beita áfram aðhaldi í ríkisfjármálum og hann segir greiningu seðlabankans á stöðu húsnæðismarkaðarins ranga. Sökin sé bankanna, ekki Íbúðalánasjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×