Fleiri fréttir

Laminn með brotinni flösku

Rúmlega tvítugur Keflvíkingur særðist nokkuð í nótt þegar hanna varð fyrir fólskulegri árás tveggja félaga sinna sem vopnaðir voru brotinni flösku. Fórnarlambinu var fljótlega komið undir læknishendur þar sem gert var að sárum hans, en þau munu ekki vera alvarleg.

Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu

Slökkvilið höfðuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í nótt. Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu við Þverholt þar sem Klink og bank hefur aðstöðu. Mikill reykur var í húsinu og þurftu reykkafarar að hafa mikið fyrir því að finna eldsupptökin en þau reyndust vera í gámi inni í húsinu.

Það mátti kaupa ýmislegt hjá löggunni í dag

Steypuhrærivélar, regnhlífar, hjól, ferðatöskur og margt fleira var í boði á árlegu uppboði lögreglunnar í Reykjavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína á uppboðið og gerði kostakaup, aðrir keyptu hins vegar köttinn í sekknum.

DV birti ranga mynd með umfjöllun um kókaínsmygl

DV birti mynd af rangri stúlku með umfjöllun um kókaínsmygl í blaðinu í dag. Ritstjórinn harmar þessi leiðu mistök, en faðir stúlkunnar segir hana miður sín og að umfjöllunin geti skaðað feril hennar sem skíðakonu.

Segir tap Ríkisútvarpsins innbyggt í reksturinn

Útvarpsstjóri telur um tvö hundruð milljóna króna halla Ríkisútvarpsins óásættanlegan, en segir tapið innbyggt í reksturinn. Halli stofnunarinnar hefur fjórfaldast á milli ára.

Fuglaskoðunarsetur gæti gefið 50 milljónir

Fuglaskoðunarsetur, vínframleiðsla, refaskoðun og víkingaþorp voru meðal hugmynda sem fram komu á málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum. Fjallað var um sjálfbæra þróun atvinnumála og stóriðjulausa Vestfirði.

Fékk veiðarfærin í skrúfuna

Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vestmannaeyjum í gærkvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Togarinn var um 20 sjómílum út af Sandgerði þegar óhappið varð.

Hive býður upp á frí símtöl í alla heimasíma

Fjarskiptafyrirtækið Hive hyggst hasla sér völl á heimasímamarkaði. Hive kynnti þessa nýju þjónustu sína á blaðamannafundi í morgun þar sem meðal annars kom fram að boðið verður upp á gjaldfrjáls símtöl í alla heimasíma.

Zimsenhúsið flutt úr Hafnarstræti

Zimsenhúsið hefur verið flutt úr Hafnarstræti en þar hefur það staðið í hundrað og tuttugu og tvö ár. Flutningurinn gekk það vel að blómavasi sem stóð í einni gluggakistu hússins haggaðist ekki. Húsið var flutt í morgun út á Granda þar sem það mun standa þar til því verður fundinn framtíðarstaðsetning.

Erill hjá lögreglunni á Akureyri

Erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðastliðinn sólarhring vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Afskipti voru höfð af 45 ökumönnum fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var tekinn á 122 kílómetra hraða í Hörgárbyggð. Hefur þessi sami maður nú verið tekinn ellefu sinnum fyrir hraðakstur á einu ári.

Hive á heimasímamarkað?

Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem nýjungar og aukin samkeppni félagsins á fjarskiptamarkaði verða kynntar. Samkvæmt heimildum NFS hyggst Hive hasla sér völl á heimasímamarkaðnum. Hingað til hefur almenningur aðeins geta fengið heimasíma hjá Símanum og Og Vodafone.

Segir sökina ekki liggja hjá Íbúðalánasjóði

Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki Íbúðalánasjóði að kenna heldur viðskiptabönkunum. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður en hann gagnrýnir skýrlsu Seðlabanka og segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki.

Stærsti 10. bekkjar árgangur frá upphafi

Stærsti árgangur sem nokkurn tímann hefur útskrifast úr 10. bekk grunnskólanna mun útskrifast í vor. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra telur að allir sem sæki um í framhaldsskólum fyrir næsta vetur fái þar inni.

Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk í skrúfuna

Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk net í skrúfuna þar sem hann var staddur um 15 til 20 mílur út af Sandgerði. Þær upplýsingar fengust rétt í þessu frá Landhelgisgæslunni að verið væri að skoða það hvort togarinn yrði dreginn til lands eða hvort kafari yrði sendur til að skera úr skrúfunni.

Listin hefur lækningarmátt hjá Ljósinu

Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega.

Utankjörfundakosningar fara vel af stað

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að veita fé í auglýsingar á utankjörfundaatkæðagreiðslu en nú hafa rúmlega 400 manns kosið utankjörfundar. Auk þess að veita fé til auglýsinga mun ríkið veita stjórnmálaflokkunum aðgang að kjörskrárstofni sveitarfélaga og styrkja sendiráð Íslands víðs vegar um heim í að senda fólki auglýsingar sem hvetja fólk sem býr erlendis til að kjósa.

Gagnrýni byggð á öfund

Aðalritstjóri Börsen, stærsta viðskiptablaðs Norðurlanda, segir danska kaupsýslumenn skiptast í tvo flokka varðandi innrás Íslendinga, þá sem sjái tækifæri og hina sem óttist samkeppni. Hann segir gagnrýnina oft byggja á öfundsýki, en hins vegar sé gagnrýni á fjármál hins opinbera réttmæt, þótt hann trúi því að hægt sé að ná mjúkri lendingu.

Neitar að hafa verið við stjórnvölinn

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu.

Nýtt blað ábyrgra feðra

Fyrsta jafnréttisblað karla var formlega afhent dómsmálaráðherra í dag. Þetta er málgagn Félags ábyrgra feðra sem fjallar um réttindabaráttu forsjárlausra feðra fyrir jöfnu forræði foreldra yfir börnum sínum.

Íbúðarsamtökin Betri byggð á Álftanesi ósátt

Íbúðarsamtökin Betri byggð á Álftanesi segja vinnubrögð meiri hlutans í bæjarstjórn skammarleg um ný samþykkt deiliskipulag miðsvæðis bæjarinns. Í tilkynningu frá samtökunum segir að um helmingur kosningabærra íbúa Álftaness eða tæplega 700 manns skrifuðu á undirskriftalista í desember s.l. gegn miðbæjarskipulagi Álftaness sem þá var í auglýsingu. Krafan var að fá fram nýtt skipulag og að íbúar fengju að velja á milli ólíkra tillagna. Í kjölfarið lýsti bæjarstjóri því yfir að framkvæmdum á svæðinu yrði frestað fram yfir kosningar svo að íbúarnir gætu kosið um miðbæjarskipulag. Þrátt fyrir yfirlýsinguna lét meiri hlutinn vinna deiliskipulagið áfram og samþykkti það í bæjarstjórn en felldi tillögu minni hlutans að frestað yrði að senda Skipulagsstofnun hið umdeilda deiliskipulag til yfirferðar þar til fram yfir kosningar. Breytingarnar sem gerðar voru taka aðeins til mjög takmarkaðs hluta miðsvæðisins, þ.e. með nýjum aðkomuvegi frá Breiðumýri að skólasvæði. Skilaboð þeirra 700 íbúa sem skrifuðu undir undirskrifalistana voru einfaldlega þau að skipulagstillögunni var hafnað í heild sinni. Öllum að óvörum var kynningarefni, bæklingur á þykkum glanspappír og margmiðlunardiskur, nýlega borið í hús á Álftanesi á kosnað bæjarsjóðs og þeirra hundruða íbúa sem mótmæltu miðbæjarskipulaginu. Spurningin er hvaða tilgangi kynningarefnið þjónar nú og fyrir hvern það er hugsað? Hefði ekki verið eðlilegra að kynna íbúunum miðbæinn áður en deiliskipulagið var samþykkt? Eða er tilgangur kynningarefnisins að afla meiri hlutanum vinsælda á meðal kjósenda nú rétt fyrir kosningar? Íbúasamtökin betri byggð á Álftanesi lýsa undrun sinni og vonbrigðum með framgöngu meiri hlutans í bæjarstjórninni í vinnuferlinu öllu og því virðingarleysi sem megin þorra íbúa sveitarfélagsins Álftaness er sýnt.

Amnesty þrýstir á stjórnvöld

Amnesty International á Íslandi hefur sent bréf til íslenskra yfirvalda þar sem þess er farið á leit að við kosningu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag í næstu viku, verði hagsmunir mannréttinda eingöngu hafðir að leiðarljósi, en ekki pólitísk hrossakaup.

200 milljóna tap hjá Ríkisútvarpinu

Ríkisútvarpið var rekið með tapi upp á tæpar tvö hundruð milljónir á síðasta ári. Eiginfjárstaða fyrirtækisins var rétt yfir núlli í ársbyrjun 2005 en var neikvætt um 186 milljónir í árslok. Þessar upplýsingar koma fram í ársuppgjöri Ríkisútvarpsins sem var gert opinbert í dag.

Uppgjör Marel undir væntingum

Marel skilaði uppgjöri fyrir fyrsta fjórðung ársins í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að tekjur félagsins voru aðeins hærri en spá Greiningardeildar gerði ráð fyrir. Tekjurnar námu samtals 32,7 m. evra en spá okkar hljóðaði upp á 28,5 m. evra.

Lögreglan finnur kókaín í bíl

Lögreglan í Hafnafirði lagði hald á 2 grömm af kókaíni sem var í eigu ökumanns sem var stöðvaður á Vífilstaðarvegi í dag. Ökumaðurinn sem er 22 ára játaði við yfirheyrslur að hann hafi nýverið keypt kókaínið á 26 þúsund krónur sem var ætlað til einkaneyslu.

Vestfirðir kynntir í Perlunni

Sýningin Perlan Vestfirðir verður sett í Perlunni í dag. Á sýningunni verða kynntir möguleikar á sviði ferðaþjónustu, atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum.

Rafstuðsólar geta gert hunda árásargjarna og sálsjúka

Hundaólar með rafstuði, sem seldar eru í verslun í Reykjavík, geta gert hunda árásargjarna og sálsjúka, að sögn hundaatferlisfræðings. Hann vill að bannað verði með lögum að flytja ólarnar inn og selja þær.

Ríkissjóður á 50 milljarða króna

Ríkissjóður er orðinn svo vel stæður að hann á 50 milljarða króna á reikningi í Seðlabankanum, sem eru umfram það sem þarf til afborgana og vaxtagreiðslna. Bankinn á andvirði Símans þar að auki.

73 breytingar á bensínverði árið 2005

Talsmenn Atlantsolíu telja víst að lækkun stóru olíufélaganna á bensíni í gær megi rekja til þess að Atlantsolía hafi ekki hækkað sitt verð upp á síðkastið, eins og stóru félögin. Benda þeir á að áður en félagið kom inn á markaðinn hafi stóru félögin aðeins endurskoðað verðlagningu á mánaðar fresti, en sjötíu og þrjár verðbreytingar hafi orðið hjá þeim á síðasta ári.

Hálfur annar milljarður í nefndir

Nefndir ráðuneytanna kostuðu ríkissjóð nær einn og hálfan milljarð króna á síðasta ári. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar er vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Segist ekki hafa verið við stýri

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki hafa verið við stýrið þegar skemmtibátur hans steytti á skeri á Viðeyjarsundi, sem leiddi til dauða karls og konu. Málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Þrettán ráðnir fyrstir til starfa

Fyrstu starfsmennirnir sem Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar ræður til að vinna við rekstur flugvallarins verða þrettán starfsmenn snjóhreinsunar- og brautadeildar. Vinna við samningagerð og ráðningar fer fljótt í fullan gang.

Fimm ölvaðir við akstur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 120 ökumenn upp úr miðnætti í nótt. Fimm þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og þar af var einn réttindalaus. Auk þess voru tveir rétt undir leyfilegum mörkum og fengu ekki að halda áfram akstri í nótt, en verða hinsvegar ekki sektaðir.

Sagðir stelast inn í lögsögu

Skipstjórar á íslenskum frystitogurum halda því fram að erlendir togarar eigi það til að stelast inn fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögumörk Íslands á Reykjaneshrygg þegar Landhelgisgæslan sér ekki til, en slíkt er landhelgisbrot.

Fasteignaskattar hafa lækkað um 25% í Árborg

Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta úr núll komma 37 prósentum í núll komma þrjátíu. Þessi lækkun bætist ofan á lækkun sem ákveðin hafði verið í desember í fyrra. Samtals hafa fasteignaskattar því lækkað um 25 prósent í Árborg. Fasteignaskattar hafa lækkað víða á suðvesturhorninu í kjölfar gífurlegrar hækkunar á fasteignaverði enda eru skattarnir reiknaðir út frá fasteignamati.

Einn og hálfur milljarður í nefndastörf

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna nefndastarfa á vegum ráðuneyta nam nær einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar er til kominn vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Taka við Keflavíkurflugvelli 1. júlí

Íslendingar taka við rekstri Keflavíkurflugvallar 1. júlí næstkomandi. Lög í þessa veru voru samþykkt frá Alþingi í gærkvöldi. Það var þó ekki hægt fyrr en þingmenn voru þrisvar búnir að greiða atkvæði með afbrigðum svo hægt væri að flýta afgreiðslu frumvarpsins.

Færri bjóða í lóðir en áður

Boðnar voru tíu til fjórtán milljónir króna í hverja lóð í tíu lóða útboði Reykjavíkurborgar í lóðir í Úlfarsárdal, en tilboðin voru opnuð í gær. Alls bárust 143 tilboð í lóðirnar frá aðeins sautján bjóðendum.

Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra

Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu.

Deilt um skattbyrði í ljósi nýrra útreikninga

Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á þingi í kvöld um skattbyrði. Fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um hentistefnu í skattaumræðum og sagði vitlausar fullyrðingar um skattbyrði ekki verða réttari þótt fleiri endurtækju þær.

Hugbúnaður til bjargar mannslífum

100 Íslendingar látast á íslenskum sjúkrahúsum árlega vegna óhappa við lyfjagjöf. Íslenskt fyrirtæki, TM Software, hefur hannað forrit sem tugir spítala víðs vegar um heim hafa keypt til að minnka líkurnar á mistökum.

Þrettán sækja um brauðið í Odda

Þrettán prestar og guðfræðingar sóttu um stöðu sóknarprests í hinu sögufræga Oddaprestakalli í Rangárvallasýslu. Umsóknarfrestur rann út 2.maí síðastliðinn en dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1.júlí næstkomandi, að fenginni umsögn valnefndar.

Brá og stökk fyrir vaktstjórabílinn

Maður slasaðist á fæti við störf sín í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga um hálfsjöleytið í kvöld. Hann var við vinnu við eitt af bræðslukerjum álversins þegar lítil sprenging varð. Ekki var sprengingin þó alvarleg sem slík, fyrir utan það að manninum brá svo mikið að hann stökk niður af kerinu og í veg fyrir vaktstjórabílinn sem kom þar aðvífandi.

Sjá næstu 50 fréttir