Innlent

Brá og stökk fyrir vaktstjórabílinn

Maður slasaðist á fæti við störf sín í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga um hálfsjöleytið í kvöld. Hann var við vinnu við eitt af bræðslukerjum álversins þegar lítil sprenging varð. Ekki var sprengingin þó alvarleg sem slík, fyrir utan það að manninum brá svo mikið að hann stökk niður af kerinu og í veg fyrir vaktstjórabílinn sem kom þar aðvífandi.

Bíllinn sá var svipaðrar gerðar og golfbílar og ná þeir ekki miklum hraða. Þó slasaðist maðurinn talsvert á fæti og er talinn ökklabrotinn en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til frekari rannsókna og aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×