Deilt um skattbyrði í ljósi nýrra útreikninga 4. maí 2006 22:53 MYND/GVA Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á þingi í kvöld um skattbyrði. Fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um hentistefnu í skattaumræðum og sagði vitlausar fullyrðingar um skattbyrði ekki verða réttari þótt fleiri endurtækju þær. Jóhanna Sigurðardóttir kvaddi sér hljóðs á þingfundi í kvöld og vakti athygli á svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar um þróun skattbyrði síðustu árin. Þar sagði hún enn einu sinni staðfest að skattbyrði hefði aukist á fólk með lágar og meðaltekjur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þeir Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen væru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur. Árni Mathiesen fjármálaráðherra benti á að í fyrirspurnum gæfi fyrirspyrjandi ákveðnar forsendur sem óskað væri eftir að reiknað væri eftir. Ef forsendurnar væru rangar kæmi út röng niðurstaða. Það væri alveg sama þótt rétt væri reiknað hjá fjármálaráðuneytinu. Ef forsendur væru rangar kæmi út röng niðurstaða því ekki væri hægt að bera saman epli og appelsínur. Fleiri þingmenn Samfylkingarinnar kvöddu sér hljóðs og bentu á að ýmsir aðilar, eins og fjölmiðlar og Stefán Ólafsson prófessor, hefðu sýnt fram á aukna skattbyrði hinna tekjulægstu. Ráðherra sakaði Samfylkingarþingmenn um hentistefnu í skattaumræðum, einn daginn hefðu skattar lækkað en annan hækkað. Hann sagði enn fremur að vitleysan væri ekkert réttari þótt fleiri endurtækju hana. Það væri alveg til í dæminu að prófessorar færu með staðlausa stafi, það hefði oft gerst áður. Slíkt hið sama ætti við um fréttamenn, dæmi væru um að þeir hefðu farið með staðalausa stafi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á þingi í kvöld um skattbyrði. Fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um hentistefnu í skattaumræðum og sagði vitlausar fullyrðingar um skattbyrði ekki verða réttari þótt fleiri endurtækju þær. Jóhanna Sigurðardóttir kvaddi sér hljóðs á þingfundi í kvöld og vakti athygli á svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar um þróun skattbyrði síðustu árin. Þar sagði hún enn einu sinni staðfest að skattbyrði hefði aukist á fólk með lágar og meðaltekjur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þeir Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen væru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur. Árni Mathiesen fjármálaráðherra benti á að í fyrirspurnum gæfi fyrirspyrjandi ákveðnar forsendur sem óskað væri eftir að reiknað væri eftir. Ef forsendurnar væru rangar kæmi út röng niðurstaða. Það væri alveg sama þótt rétt væri reiknað hjá fjármálaráðuneytinu. Ef forsendur væru rangar kæmi út röng niðurstaða því ekki væri hægt að bera saman epli og appelsínur. Fleiri þingmenn Samfylkingarinnar kvöddu sér hljóðs og bentu á að ýmsir aðilar, eins og fjölmiðlar og Stefán Ólafsson prófessor, hefðu sýnt fram á aukna skattbyrði hinna tekjulægstu. Ráðherra sakaði Samfylkingarþingmenn um hentistefnu í skattaumræðum, einn daginn hefðu skattar lækkað en annan hækkað. Hann sagði enn fremur að vitleysan væri ekkert réttari þótt fleiri endurtækju hana. Það væri alveg til í dæminu að prófessorar færu með staðlausa stafi, það hefði oft gerst áður. Slíkt hið sama ætti við um fréttamenn, dæmi væru um að þeir hefðu farið með staðalausa stafi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira