Fleiri fréttir

Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra

Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum.

Tillögur um tækifæri eftir brottför hersins

Ný tækifæri felast í brottför hersins sagði forsætisráðherra, áður en hann og utanríkisráðherra funduðu með bæjarstjóra Reykjanesbæjar um tillögur um aðgerðir til að efla atvinnustarfsemi í ljósi breyttrar stöðu. Málið skekur nú byggðina pólitískt. Forsætisráðherra vonar að staða varnarsamningsins skýrist á morgun eftir fund framkvæmdastjóra NATO og Bandaríkjaforseta. Fundinum lauk rétt fyrir fréttir Ákveðið var að skipa starfshóp, að tillögu forsætisráðherra, sem í verða fjórir frá ríkinu og þrír frá sveitarfélögunum.

Slasaðist alvarlega í bílveltu

Karlmaður um tvítugt slasaðist alvarlega í bílveltu í Fossvogi nú síðdegis. Maðurinn, sem var ökumaður bifreiðarinnar, gekkst undir aðgerð vegna brjóstholsáverka. Hann fer í aðgerð vegna tveggja brotinna hryggjarliða í kvöld eða á morgun en er ekki í lífshættu.

Slasaðist í bílveltu

Umferðarslys varð á Kringlumýrarbrautinni, við göngubrúnna í Fossvogi nú síðdegis. Að því er næst verður komist var bifreið ekið á ljósastaur eða brúarstólpa svo hún valt.

Stöðvaður á tvöföldum hámarkshraða

Lögreglan á Húsavík stöðvaði ungan ökumann á mikilli hraðferð í nótt. Mest mældist bíll piltsins á eitt hundrað áttatíu og eins kílómetra hraða, rétt norðan við Húsavík.

Kokkar berjast

Kokkar frá fjórum heimsálfum reyna að slá hverjum öðrum við í matargerðarlist og búist er við harðri keppni í uppvaski á sýningunni Matur 2006 sem haldin verður undir lok mánaðarins.

Varnarmálin rædd á morgun

Jaap de Hoop Schaeffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins mun á morgun hitta George Bush Bandaríkjaforseta þar sem varnir Íslands verða til umræðu.

Sér ekkert athugavert við ritstjórnina

Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni.

Hálka víða fyrir norðan og austan

Hálka, hálkublettir og éljagangur er víða á Norðaustur- og Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Aðrir þjóðvegir landsins eru nokkuð greiðfærir en mjög víða gilda þungatakmarkanir.

Þrír teknir við ölvunarakstur

Þrír voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í nótt og í morgun. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna smávægilegri umferðarlagabrota.

Blandar flokkspólitík í uppsagnir

Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ furða sig á því að fyrsti fundur forsætisráðherra um málefni starfsmanna varnarliðsins eftir að herinn tilkynnti að hann hefði sig á brott verði haldinn á kosningaskrifstofu A-listans.

Tveir gistu fangageymslur

Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og óláta. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur og tveir fyrir að keyra réttindalausir, báðir eru aðeins sextán ára og virtist liggja meira á að setjast undir stýri en svo að þeir gætu beðið eftir að fá bílpróf.

Tekinn tvisvar á ellefu mínútum

Nítján ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á hálftíma á Akureyri. Allir voru á 50 kílómetra hraða eða meira þar sem er 30 kílómetra hámarkshraði. Einn þeirra sem lögreglan tók fyrir of hraðan akstur var stöðvaður aftur ellefu mínútum síðar og þá fyrir að tala í síma undir stýri.

Mikill sinueldur

Mikill og þykkur reykur steig upp er bændur brenndu sinu í Eyjafjarðarsveit, sunnan við Akueyrarflugvöll í dag. Flug raskaðist ekki og er það að þakka hagstæðri vindátt. Bændur hafa leyfi til að brenna sinu fyrir fuglavarpið og nýta þeir sér það grimmt samkvæmt einum heimildamanni NFS að norðan. Þá segir Akureyrarlögreglan það hafa gerst, oftar en einu sinni, að flug hafi raskast vegna reyks, og biður hún bændur um að brenna sinu þegar vindátt er hagstæð og reyk leggi ekki yfir Akueyri eða flugvöllinn þar í bæ.

Oddur Helgi leiðir Lista fólksins

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi leiðir L-lista, Lista fólksins, við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Þetta er í þriðja skipti sem listinn býður fram og hefur Oddur helgi leitt listann í öll þrjú skiptin.

Vilja starfslokasamning frá hernum

Undirskriftasöfnun er hafin meðal starfsmanna Varnarliðsins þar sem farið er fram á að þeir fái starfslokasamning vegna uppsagna allra starfsmanna Varnarliðsins. Samkvæmt kjarasamningum eiga starfsmenn ekki rétt á öðrum greiðslum við uppsögn en þær sem felast í uppsagnarfresti.

Verðlaunuð fyrir stærðfræðikunnáttu

24 börn á aldrinum níu til tólf ára hafa varið frítíma sínum í vetur við að leysa stærðfræðiþrautir sem reyndust flestum fullorðnum einstaklingum um megn. Útskriftarhátíð þeirra var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær.

Hyggja á sókn í sveitarstjórnum

Markmið Vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum í maí er að stórefla Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í sveitarstjórnum landsins segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins.

Átak vegna geðfatlaðra skilar samfélaginu arði

Það átak sem gera á í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra á næstu árum mun skila samfélaginu arði ef stjónvöld standa sína sína pligt, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir að ekki dugi að taka til í búsetumálunum, styðja þurfi við bakið á geðfötluðum í samræmi vilja þeirra og getu en ekki forskrift embættismanna.

Eldri maður barinn og rændur

Karlmaður á sjötugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að tveir menn réðust á hann og rændu hann í Vesturbænum í gærkvöldi. Maðurinn var á göngu nærri gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu þegar mennirnir réðust á hann, börðu hann í jörðina og létu höggin dynja á honum.

Árið 2006 eitt mesta framkvæmdaár Íslandssögunnar

Útlit er fyrir að árið 2006 verði eitt mesta framkvæmdaár sögunnar á vegum hins opinbera þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir um áttatíu milljarða á árinu. Þá horfa verktakar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fram á áframhaldandi gósentíð miðað við áætlaðar framkvæmdir á næstu árum.

Börn stöðvuð við drykkju

Keflavíkurlögreglan batt enda á unglingagleðskap í Vogunum í nótt þar sem sex ungmenni á fjórtánda og fimmtánda aldursári höfðu neytt áfengis.

Dagbækur prins ekki gefnar út í bili

Karl Bretaprins vann hálfan sigur í máli sem hann höfðaði á hendur blaðinu Mail on Sunday en blaðið hafði komið höndum yfir einkadagbækur prinsins og birt brot úr þeim þar sem prinsinn kallaði stjórnmálamenn í Hong Kong "afdankaðar gamlar vaxdúkkur."

Mekka mýrarboltans í Tungudal

Tungudalur við Skutulsfjörð verður hugsanlega Mekka mýrarboltaiðkunar á Íslandi ef tillaga umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hlýtur náð fyrir augum bæjarstjórnar. Þetta kemur fram á vefsvæði Bæjarins besta.

Ný föt, sami skátinn

Árlegt skátaþing var sett í kvöld og það stendur alla helgina. Yfirskrift þingsins er "Ný dagskrá, nýir tímar" og verða meðal annars kynntir nýir skátabúningar, merki og önnur ytri einkenni.

Tvítyngi er mannauður

Tvítyngd börn eru ekki vesen í skólakerfinu, heldur mannauður til framtíðar sem við verðum að hlúa að. Þetta kom fram á ráðstefnu um tvítyngi og móðurmálskennslu í Háskóla Íslands í dag.

Bush styður lokun herstöðvarinnar

Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú síðdegis greindi Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjaforseta, frá því að Bush væri sammála ráðleggingum landvarnaráðuneytisins um lokun herstöðvarinnar.

Nælonstúlkur á barmi heimsfrægðar

Íslenska stúlknabandið Nælon rambar nú á barmi heimsfrægðar, en Nælonstúlkur verða upphitunarband fyrir strákana í Westlife á tónleikaferðalagi um Bretland.

Efla þarf Landhelgisgæsluna

Fyrir utan þær spurningar sem hafa vaknað varðandi varnarmál Íslands, atvinnumál á Suðurnesjum og rekstur Keflavíkurflugvallar er ljóst að gangskör þarf að gera hjá Landhelgisgæslunni. Ríkisstjórnin er í viðbragðsstöðu, segir forsætisráðherra, og ljóst að kaupa þarf nýjar þyrlur og stórefla björgunarsveitir.

Flugmálastjórn kæmist af án ratsjárkerfis hersins

Það ylli verulegri röskun og vandræðum við flugumferðarstjórn, ef ratsjárkerfi hersins hér á landi yrði lagt niður. Framtíð kerfisins er meðal þess sem rætt verður í viðræðum Bandaríkjanna og Íslands um framtíð varnarsamningsins.

Bandaríkin brutu varnarsamninginn segir formaður Samfylkingarinnar

Einhliða ákvörðun bandarískra stjórnvalda um framkvæmd varnarsamningsins jafngildir broti á honum, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún vill nýta sérstakt ákvæði og fá Nató til að meta hvort samningurinn hafi enn raunverulegt varnargildi fyrir Ísland.

Dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann

Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Austurlands í dag þegar maður var dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann. Var sakborningurinn dæmdur til að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt fyrir athæfið.

Aldrei fleiri byggingar jafnaðar við jörðu en í fyrra

Aldrei hafa fleiri byggingar verið jafnaðar við jörðu í Reykjavík en í fyrra og hefur niðurrif bygginga í borginni aukist jafnt og þétt frá árinu 2001. Þetta kemur fram í erindi sem Erpur Snær Hansen hjá Menungarvörnum Reykjavíkur flytur á ráðstefnunni Verk og vit á morgun.

Verður þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtækið ef af kaupum verður

Actavis Group gæti orðið þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi innan nokkurra mánaða ef óformlegu tilboði félagsins í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA verður tekið. Velta Actavis myndi aukast um 70 prósent og starfsmönnum fjölga um ríflega helming við kaupin.

SUS ályktar um varnarsamstarfið

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna skorar á íslensk stjórnvöld að hvika hvergi frá þeirri stefnu sinni að tryggja varnir Íslands, þrátt fyrir einhliða breytingar af hálfu Bandaríkjastjórnar á varnarsamstarfi ríkjanna.

Óvissa um samninga Eflingar og Orkuveitunnar

Kjarasamningar Orkuveitu Reykjavíkur og Eflingar hafa verið lausir í rúma þrjá mánuði. Ekki er útlit fyrir að samningar náist í bráð þrátt fyrir að staðan sé í sjálfu sér auðveld að sögn Sigurðar Bessasonar, formaður Eflingar. Starfsmenn Eflingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru orðnir ansi óþreyjufullir eftir að samningar náist.

Nýr sendiherra Íslands í Lettlandi

Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti í gær Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lettlandi með aðsetur í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Riga.

Spá aukinni verðbólgu

Greiningardeild KBbanka spáir 0,75% hækkun á vísitölu neysluverðs í apríl sem mun leiða til þess að 12 mánaða verðbólga fer úr 4,5% í 5% ef spáin gengur eftir. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum bankans í dag. Vísitalan hækkaði um 0,2% í apríl í fyrra.

300 milljónir til Barnaspítala Hringsins

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, og dóttir hans, Kristín Jóhannesdóttir, hafa gefið Barnaspítala Hringsins 300 milljóna króna styrk sem verður notaður til að auka hágæsluþjónustu á spítalanum. Styrkurinn er til næstu 5 ára, 60 milljónir ár hvert. Tilkynnt var um styrkveitinguna á Barnaspítalanum í dag og var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Hágæsluþjónusta á Barnaspítalanum verður starfrækt í nánu samstarfi við gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Allra veikustu börn munu þó áfram þurfa vistun á gjörgæsludeild spítalans. Fjallað var um vanda hágæsluþjónustu á Barnaspítalanum í fréttaskýringaþættinum Kompás á NFS í vikunni.

Tekjur af varnarliðinu minnka

Tekjur Íslendinga af varnarliðinu í Keflavík hafa farið hraðminnkandi á síðustu árum. Þær eru nú innan við 1% af vergri landsframleiðslu, og voru um 8 milljarðar í fyrra.

Slökkviliðsmenn álykta

Starfsmenn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli telja brottför Varnarliðsins kalla á breytingar og meiriháttar uppstokkun á rekstri og stjórnsýslu Keflavíkurflugvallar, svo og öllum flugrekstrar og flugöryggismálum Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem almennur félagsfundur starfsmanna slökkviliðsins sendi frá sér í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir