Innlent

Óvissa um samninga Eflingar og Orkuveitunnar

Kjarasamningar Orkuveitu Reykjavíkur og Eflingar hafa verið lausir í rúma þrjá mánuði. Ekki er útlit fyrir að samningar náist í bráð þrátt fyrir að staðan sé í sjálfu sér auðveld að sögn Sigurðar Bessasonar, formaður Eflingar. Starfsmenn Eflingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru orðnir ansi óþreyjufullir eftir að samningar náist.Gengið hefur verið frá flestum kjarasamningum milli Eflingar og undirfyrirtækja borgarinnar og því finnst starfsmönnum Orkuveitunnar fram hjá sér gengið.

Forsvarsmenn Eflingar eiga fund með samningarnefnd Orkuveitunnar á mánudag og vonast Sigurður til að þá verði hægt að komast að einhverju samkomulagi. Hann segir stöðuna nú furðulega sérstaklega í ljósi þess að staðan er ekkert flókin. Samningar við Orkuveituna hafa í áratugi fylgt samningum við Reykjavíkurborg og því erfitt að skýra tregðu samninganefndarinnar

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×