Innlent

Nýr sendiherra Íslands í Lettlandi

Hannes Heimisson, sendiherra, afhendir Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt.
Hannes Heimisson, sendiherra, afhendir Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt. MYND/Utanríkisráðuneytið

Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti í gær Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lettlandi með aðsetur í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Riga.

Sendiherrann lagði áherslu á náinn vinskap þjóðanna og vaxandi samskipti í viðræðum sínum við forseta Lettlands. Forsetinn tók undir þetta og þakkaði Íslendingum fyrir mikilvægan stuðning á þeim 15 árum sem væru liðin frá því Lettar endurheimtu sjálfstæði sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×