Innlent

Samtök iðnaðarins vilja skoða upptöku evru

Helgi Magnússon, nýr formaður Samtaka iðnaðarins, vill að stjórnvöld kanni hvort hægt er að taka upp evruna, án þess að ganga í Evrópusambandið. Hann telur að ómaklega hafi verið vegið að Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, fyrir að leggja til að möguleikar á þessu verði kannaðir. Í hádegisviðtalinu á NFS í dag, sagði Helgi að margir sérfræðingar og stjórnmálamenn hefðu talið það ómögulegt á sínum tíma að ná fram samningnum um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þetta sé pólitískt mál mog niðurstaða fáist ekki í það fyrr en stjórnmálamenn reyni að ná um það samningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×