Innlent

Flugmálastjórn kæmist af án ratsjárkerfis hersins

Það ylli verulegri röskun og vandræðum við flugumferðarstjórn, ef ratsjárkerfi hersins hér á landi yrði lagt niður. Framtíð kerfisins er meðal þess sem rætt verður í viðræðum Bandaríkjanna og Íslands um framtíð varnarsamningsins.

Ratsjárstofnun rekur meðal annars íslenska loftvarnarkerfið, -eða Iceland Air Defense System, -sem er hluti af varnarkerfi NATÓ á Norður-Atlantshafi

Það samanstendur af fjórum ratsjárstöðvum, hugbúnaðarstöð og stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli, -ásamt tilheyrandi ljósleiðurum og tengingum.

Kerfið er rekið af bandaríska flughernum einum fyrir sérstakt eyrnamerkt fjárframlag, -en það var Mannvirkjasjóður NATO sem kom upp og greiddi allan byggingakostnað og búnað íslenska loftvarnarkerfisins.

Hjá ratsjárstofnun vinna nú um 80 manns, -allt Íslendingar. Að auki koma starfsmenn Kögunnar að rekstri kerfisins, -en Kögun hannaði hugbúnaðinn sem notaður er, -. Bandaríkjaher mannar hins vegar Eftirlits- og stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli.

Ratsjárstofnun varð til vorið 1987, -meðan enn ríkti kalt stríð í veröldinni, -í kjölfar samkomulags íslenskra og bandarískra yfirvalda, -um að Íslendingar sæju um og rækju ratsjárstöðvarnar fjórar,- sem eru á Miðnesheiði, Bolafjalli, Stokksnesi og Gunnólfsvíkurfjalli.

Kerfið safnar upplýsingum um flugumferð, -yfir, -og í kringum landið. Varnarliðið fær fyrst þessar upplýsingar, - sem þá eru hernaðarleyndarmál, -Hluti þeirra er síðan áframsendur til Flugmálastjórnar, þar sem þær koma að notum við að stjórna almennri flugumferð á íslenska flugumsjónarsvæðinu, -sem er eitt hið stærsta í heimi, -um fimm komma tvær milljónir ferkilómetra.

Þá erum við komin að enn einum snertifletinum. Ef ef allt færi á versta veg, - varnarliðið fer, -og ef bandaríkjaher hætti að greiða fyrir rekstur Ratsjárstofnunnar, -með stórri áherslu á EF-ið, -kæmi það illa við íslensk flugmálayfirvöld? Fréttastofa leitaði svars og það var einfalt. Já, það væri vont mál, -segir fulltrúi Flugmálastjórnar, -kostnaður fyrir flugfélög myndi aukast og röskunin yrði veruleg, -En samt sem áður gætu íslensk flugmálayfirvöld sinnt flugstjórn á íslenska flugumferðarsvæðinu.

Engin svör er hins vegar að fá um hvort leggja eigi Ratsjárstofnun niður, -hvorki frá stofnunni sjálfri né frá utanríkisráðuneytinu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, -stendur það þó ekki til í bráð. Málið er hins vegar eitt af því sem er undir í varnarviðrðum landanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×