Innlent

Aldrei fleiri byggingar jafnaðar við jörðu en í fyrra

MYND/GVA

Aldrei hafa fleiri byggingar verið jafnaðar við jörðu í Reykjavík en í fyrra og hefur niðurrif bygginga í borginni aukist jafnt og þétt frá árinu 2001. Þetta kemur fram í erindi sem Erpur Snær Hansen hjá Menungarvörnum Reykjavíkur flytur á ráðstefnunni Verk og vit á morgun.

Þar segiar að byggingarúrgangur og uppgröftur sé meiri en allt almennt sorp í Reykjavík eða um 600 kíló á hvern Reykvíking samanborið við 480 kíló í Evrópusambandinu.

Fram kemur í upplýsingunum að hér á landi sé um 97 prósentum úrgangsins fargað án gjaldtöku, mest á Hólmsheiði og í Sundahöfn, en í Evrópu er tekið gjald og 30 prósent er endurnýtt.

Niðurrifum húsa hefur fjölgað stöðugt frá aldamótum um sjö og hálft tilfelli en búist er við það dragi heldur úr fjöldanum á næstu árum vegna þéttingar byggðar.

Nokkur viðamikil niðurrif eru samt sem áður á dagskrá í ár. Hraðfrystistöðin hefur þegar verið rifin og Daníelsslippur verður tekin í vor, hvorutveggja er forvinna fyrir Mýrargötusvæðið. Svo má einnig nefna að gamla lýsisverksmiðjan er að hverfa um þessar mundir. Faxaskáli og nærliggjandi byggingar hverfa svo í sumar til að rýma fyrir tónlistarhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×