Innlent

SUS ályktar um varnarsamstarfið

f.v. Philip Kosnett, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Borgar Þór Einarsson, formaður SUS, Teitur Björn Einarsson, ritari og Bolli Thoroddsen, 2 varaformaður.
f.v. Philip Kosnett, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Borgar Þór Einarsson, formaður SUS, Teitur Björn Einarsson, ritari og Bolli Thoroddsen, 2 varaformaður. MYND/Heiða Helgadóttir

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna skorar á íslensk stjórnvöld að hvika hvergi frá þeirri stefnu sinni að tryggja varnir Íslands, þrátt fyrir einhliða breytingar af hálfu Bandaríkjastjórnar á varnarsamstarfi ríkjanna. Sú ákvörðun stjórnvalda í Washington að fjarlægja fjórar herþotur af Miðnesheiði hefur að mati SUS engin grundvallaráhrif á öryggishagsmuni Íslands.

Í ályktun SUS segir að sambandið treystir því að viðræður Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á varnarsamningi ríkjanna snúist áfram um að tryggja raunverulegar varnir landsins í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi. Skýr og klár skuldbinding af hálfu Bandaríkjanna um að verja Ísland á hættutímum sé og verði áfram besta tryggingin fyrir öryggi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×