Innlent

Landvernd á móti tilraunaborholum í Kerlingafjöllum

Landvernd telur að hafna beri umsókn um tilraunaborholur vegna hugsanlegra jarðvarmamannvirkja í Kerlingafjöllum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Í yfirlýsingunni segir að hætta sé á að jarðborununum fylgi óafturkræf náttúrupspjöll. Stjórn Landverndar telur að skynsamlegt sé að bíða með ákvarðanir um rannsóknarboranir á háhitasvæðum þar sem ekki hefur verið borað áður, eða þar til upplýsingar liggja fyrir um hvaða landsvæði séu verðmæt vegna náttúrufars og landslags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×