Innlent

Jón Gerald fór með hreinan spuna

MYND/GVA

Jón Gerald Sullenberger fór með hreinan spuna við yfirheyrslur hjá lögreglu. Þetta segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en hann rak Pizza Hut, sem var í eigu fjölskyldunnar og átti í viðskiptum við Jón Gerald.

 

Jón Garðar Ögmundsson, sem giftur var Kristínu Jóhannesdóttur, var fyrsta vitnið sem leitt var fyrir dóm vegna Baugsmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í málinu hefst ekki fyrr en á mánudag, en þar sem Jón Garðar gat ekki verið viðstaddur, var ákveðið að taka skýrslu af honum í dag. Hann sagðist fyrir dómi hafa fengið Jón Gerald Sullenberger til að kanna fyrir sig möguleika á kaupun á deigi og fleiru fyrir Pizzapönnuna, sem rak Pizza Hut, þar sem hagstæðara gæti verið að kaupa slíkt frá Bandaríkjunum. Þegar til átti að taka kom hins vegar í ljós að ekki var um sambærilega vöru að ræða og varð því ekkert af viðskiptunum. Hann hafi greitt Jóni Gerald $ 23.970 eða um IKR.1,7 milljónir og að það hafi verið eðlileg þóknun. Hann var spurður, bæði af saksóknara og verjanda Kristínar um bílakaup frá Bandaríkjunum og hvort að umrædd greiðsla hafi tengst þeim, en Jón Garðar vísaði því á bug. Verjandi Kristínar bar undir hann skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu, þar sem hann sagðist aldrei hafa unnið fyrir Pizzapönnuna og greiðslan hefði verið vegna bílakaupa. Jón Garðar sagði þá nafna hafa þekkst og átt í viðskiptum í hálfan annan áratug og undraðist hann framburð Jón Geralds og sagði hann í lögregluskýrslunni fara með hreinan spuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×