Innlent

Kominn í leitirnar

MYND/Páll

Þroskaskertur karlmaður á miðjum aldri sem saknað hafði verið í síðan í gær er kominn í leitirnar, heill á húfi. Hann fannst um átta leytið í morgun á Álftanesi en hans hafði þá verið leitað í rúmlega hálfan sólarhring.

Maðurinn týndist í Smáralindinni í gær en hann getur lítið bjargað sér sjálfur. Maðurinn var með foreldrum sínum í Smáralindinni þegar hann varð viðskila við þau. Fjölmennt lið björgunarsveitamanna leitaði mannsins. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru það íbúar á Álftanesi sem höfðu samband við lögregluna eftir að maðurinn kom að húsi þeirra en hann var þá orðinn nokkuð kaldur og svangur.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×