Innlent

Leki kom að bát í Hafnarfjarðarhöfn

Leki kom að bát sem var á siglingu út úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun og var honum snúið við. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um átta leitið til að dæla úr bátnum og var það mætt að smábátahöfninni stuttu síðar. Verið er að vinna við að dæla úr bátnum og kafarar eru að reyna að þétta gatið. Báturinn, sem er tuttugu tonna smábátur, hefur verið fluttur til milli hafna og til stendur að hífa hann upp á land. Talið er að báturinn hafi rekist á einhvern óþekktan hlut þegar hann var á leið út úr höfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×