Innlent

Dagsbrún vill að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaði

Ríkisútvarpið á að draga sig út af auglýsingamarkaði, sagði Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar hf., á aðalfundi félagsins sem fram fór í dag. Þórdís segir það ótrúlegt að afskipti ríkisvaldsins eða aðgerðarleysi myndi reynast fyrirtækinu þrándur í götu, á sama tíma og það væri í mikilli sókn. Þórdís talaði um frumvap til laga um Ríkisútvarpið hf. og úrræðaleysi eftirlitsaðila á fjarskiptamarkaði. Hún sagði að staða málsins væri undarleg og fram hafi komið gagnrýnisraddir um að frumvarpið standist ekki reglur um ríkisstyrki. Það hlyti því að vera lágmarksskrafa að ríkisútvarpið dragi sig út af auglýsingamarkaði.

Á fundinum voru einnig tveir nýir aðilar kjörnir í stjórn félagsins, þeir Guðmundur Ólafsson og Aðalsteinn Valdimarsson. Guðmundur tók sæti Vilhjálms Þorsteinssonar og Aðalsteinn kom inn í varastjórn í stað Róberts Melax. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu þá var tillaga stjórnar samþykkt um að hluthafar féllu frá forgangsrétti til nýrra hluta í félaginu, í kjölfarhlutafjárhækkunar sem samþykkt var á síðasta hluthafafundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×