Innlent

Taka þarf fullt tillit til minnihlutahópa

Borgar- og bæjarstjórnir verða að taka fullt tilllit til minnihlutahópa í jafnréttisáætlunum sínum svo þeir verði ekki útundan. Þetta sögðu borgarstóri og formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar við upphaf landsfundar jafnréttisnefnda þar sem staða minnihlutahópa var í brennidepli.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkur, tók undir þetta en benti á að með þessu yrði kynjajafnréttishugsunin ekki lögð til hliðar.

Rannveig Traustadóttir, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, sagði að umræða um minnihlutahópa væri nýrri hér en víðast annars staðar. Hún sagði að þekking og skilningur á aðstæðum minnihlutahópa væri mjög takmörkuð en staða flestra minnihlutahópa er tiltölulega góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×