Innlent

Vatnsleki á Hótel Borg

Mynd/GVA

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan níu í kvöld vegna vatnsleka á Hótel Borg. Vatn flæddi inn í tvö herbergi og vatnið var byrjað að leka niður um gólfið niður í veislusalinn á hótelinu. Framvkæmdir eru í gangi í hótelinu þessa dagana og svo virðist sem mannleg mistök hafi orsakað lekann. Slökkviliðsmönnum tókst að stöðva lekann á innan við klukkutíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×