Innlent

Tjón á Flateyri ekki bætt að fullu

Þessi bíll er nær ónýtur eftir óveðrið á föstudaginn.
Þessi bíll er nær ónýtur eftir óveðrið á föstudaginn. MYND/Páll Valdimarsson

Tjón af völdum óveðursins á Flateyri fæst ekki að fullu bætt af tryggingafélögunum. Héraðsblaðið Bæjarins besta sagði frá þessu. Bílar eru ekki tryggðir fyrir óveðri nema með kaskótryggingu og þá greiða bíleigendur alltaf sjálfsábyrgð. Fok- og óveðurstryggingar húseigna greiða tjón ef vindhraði, samkvæmt tölum veðurstofu Íslands, hefur farið yfir tuttugu og átta komma fimm metra á sekúndu. Skilmálar tryggingafélaganna allra virðast vera mjög svipaðir í þessum efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×