Innlent

Þrír áfram í gæsluvarðahaldi vegna innflutnings á fíkniefnum

Mynd/GVA

Litháarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna innflutnings á amfetamíni í fljótandi formi fyrir stuttu, voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 24. febrúar. Þá hefur einnig gæsluvarðhaldi verið framlengt yfir ungum manni sem sakaður er um innflutning á tæplega fjórum kílóum af amfetamíni. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi í til 31. mars næstkomandi eða í sex vikur til viðbótar. Sá maður var handtekinn við komu til landsins á Keflavíkurlfugvelli þann 3. febrúar síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×