Innlent

313 buðu í lóðir í Úlfarsárdal

Tölvumynd af fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal.
Tölvumynd af fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal. MYND/RVK

313 skiluðu 4.240 gildum kauptilboðum í byggingarrétt fyrir 408 íbúðir á 120 lóðum í Úlfarsárdal. Frestur til að skila inn tilboðum rann út í gær og unnu starfsmenn framkvæmdasviðs sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðirnar og skrá þau. Nokkuð var um ógild tilboð og eru helstu ástæður þær, að bjóðendur gættu þess ekki að greiða nægilegar tilboðstryggingar eða fylltu tilboðseyðublöðin ekki út á réttan hátt. Fyrirvari er um endanlega yfirferð tilboðanna og næstu dögum verður haft samband við þá sem áttu hæstu tilboð í hverja lóð fyrir sig og verður þeim leiðbeint um næstu skref.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×