Innlent

Bauð í allar lóðir nema eina

Byggingarverktakinn Benedikt Jósepsson sem bauð í allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell nema eina - fær að kaupa þær ef hann getur fjármagnað þær.

Benedikt Jósepsson bygingarverktaki átti hæsta tilboðið í allar einbýlishúsalóðirnar nema eina við Úlfarsfell. Hann bauð um 20 milljónir í hverja lóð. Þó að verktökum hafi verið meinað að bjóða í þessar lóðir bauð Benedikt í þær sem einstaklingur. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri farmkvæmdasviðs borgarinnar segir að svo fremi sem Benedikt geti fjármagnað lóðakaupin fái hann að kaupa þær allar. Það eina sem hann þarf að gera er því að sýna fram á að geta snaðarð út þessum hátt í 400 milljónir króna. ÁSgúst segir að engar reglur hafi veirð um það að mönnum með tiltekin starfsheiti hafi verið meinað að bjóða í lóðirnar og engin kvóti hafi verið á lóðarkaupum. Benedikt fær því lóðrinar 39.

Gífurleg Þáttaka var í útboðinu og buðu menn hátt. Þó að aBenedikt hafi verið að bjóða um 20 milljónir í lóðirnar 39 átti hann ekki hæsta tilboðið í einbýlishúsalóð. Eitt tilboð var hærra en það átti Siguður Örn Sigurgeirsson. Hann bauð tuttugu og eina milljón 150 þúsund í einbýlishúsalóðina Úlfarsbraut 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×