Fleiri fréttir

Fimm keppendur komust áfram

Forkeppni fyrir Matreiðslumann ársins fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi í dag. Keppnin var hörð í ár sem endranær og matreiðslumennirnir töfruðu fram hverja kræsinguna á fætur annarri.

Sameining SBK og Kynnisferða

SKB í Keflavík og Kynnisferðir ehf. hafa sameinast en um síðustu áramóti keyptu Kynnisferðir 60% hlutafjár í SBK en áttu fyrir 40%. Í fréttatilkynningu frá Kynnisferðum segir að með sameiningu þessara tveggja félaga er þess vænst að sú góða þjónusta sem SBK hefur veitt Suðurnesjabúum hingað til verði ekki minni en hún hefur verið. SBK mun áfram sjá um akstur strætisvagna, skólabíla og sérleyfisbifreiða milli Keflavíkur og Reykjavíkur.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkar

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tvö komma sextíu og eitt prósent í dag. En hlutabréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað hratt frá áramótum eða um tíu prósent.

Í gæsluvarðhaldi til 10. mars

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Hérðasdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir 18 ára gömlum pilt sem grunaður er um stórfellda líkamsárás. Úrskurðurinn um gæsluvarðhald gildir fram til 10. mars næstkomandi.

Kristbjörg Kristinsdóttir staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra

Halldór Ásgrímson forsætisráðherra boðaði Kristbjörgu Kristinsdóttur, staðarhaldara á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sinn fund í morgun til að kynna fyrir henni skýrslu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings um ástand Hótels Valhallar á Þingvöllum og hugmyndir þeirra um framtíðarstarfsemi.

Kjararýrnun hjá 90% þjóðarinnar

90% íslensku þjóðarinnar hafa orðið fyrir kjararýrnun vegna aukinnar skattbyrði á síðustu 10 árum. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands og hann segir að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að skattar hafi lækkað hér á landi séu einhver mestu ósannindi íslenskra stjórnmála í marga áratugi.

Alþingi þarf að fara varlega

Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að Alþingi verði að fara varlega í að afgreiða frumvarp um kjaradóm og kjaranefnd sem nú liggur fyrir. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis útilokar ekki að það dragist fram yfir helgi að afgreiða frumvarpið. Rísi dómsmál, ef frumvarpið verður að lögum, verða allir starfandi dómarar vanhæfir til að fjalla um málið.

Útlit fyrir að fjölmargir leikskólakennarar segji upp störfum

Ekkert samkomulag og engar tillögur koma frá samráðshópi um kjaramál leikskólakennara sem ætlað var að leggja fram tillögur um úrbætur á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á föstudag. Vinnuhópurinn hélt sinn síðasta fund í dag og komst ekki að neinni niðurstöðu.

Neytendasamtökin harma ákvörðun forsætisráðherra

Formaður Neytendasamtakanna harmar að forsætisráðherra hafi ekki séð ástæðu til að verða við ósk samtakanna um fulltrúa í nefnd þeirri sem skipuð var til að kanna hátt matvælaverð hér á landi. Formaður samtakanna vonast til að forsætisráðherra endurskoði þá ákvörðun sína.

2,7% atvinnuleysi

Á fjórða ársfjórðungi 2005 var atvinnuleysi 2,7% en að meðaltali voru 4.400 manns án vinnu eða í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 3,0% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára en það var 7,9%.

Engin byrði á samfélaginu

Gamalt fólk er ekki byrði á samfélaginu segir Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða. En í dag var undirritaður samningur um rannsókn á framlagi eldra fólks til samfélagsins í húsakynnim Félags eldri borgara.

Furðar sig á að skýrslur sé teknar af börnum í dómshúsi

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, lýsti á Alþingi í dag yfir furðu sinni á því að meirihluti skýrslna sem tekinn sé af börnum, sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi, fari fram í dómshúsi en ekki Barnahúsi.

Össur kaupir Innovation Sports

Össur hf. hefur fest kaup á bandaríska stuðningstækinu Innovation Sports, Inc. og er kaupverðið fyrir 38,4 milljónir Bandaríkjadala eða hátt í 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Össuri vegna kaupanna segir að Innovation Sports sé forystufyrirtæki á sviði þróunar og framleiðslu á liðbandaspelkum. Össur tekur við rekstri Innovation Sports frá og með deginum í dag.

Fimm vilja stöðuna

Fimm umsækjendur um embætti prests í Laugarnesprestakalli. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra auglýsti eftir umsækjendum í desember og er um hálft starf að ræða.

Íslensk verkalýðsfélög hyggja á útrás

Íslenska verkalýðsfélög hyggja á útrás í kjölfar íslenskra fyrirtækja þar sem styðja á við uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar Eystrasaltsríkjunum. Verkalýðsforkólfar vonast til þess að íslensk fyrirtæki sem starfa í löndunum taki þátt í verkefninu með þeim.

Harma að Arnþóri hafi verið sagt upp

Stjórn Blindrafélagsins harmar þau málalok hjá Öryrkjabandalagi Íslands að Arnþóri Helgasyni, félagsmanni Blindrafélagsins, skuli hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri bandalagsins.

Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið

Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið.

Mikill áhugi fanga að dvelja í Hegningarhúsinu

Það skortir síður en svo áhuga hjá föngum að dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í umræðum um undirbúning nýrrar fangelsisbyggingar á Alþingi á fjórða tímanum. Einnig kom fram í máli ráðherrans að hann gerði ráð fyrir að undanþágan sem Hegningarhúsið hefur verið á verði framlengd, en hún rennur út innan skamms.

Þakkar öllum sem komu að björgun sinni

Það myndi gleðja mig mikið að sjá virkjunaráform í Þjórsárverum hverfa alveg út af borðinu sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, á fréttamannafundi nú fyrir stundu. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða um pólitík en sagði sér liði vel miðað við aðstæður.

Stálheppinn að hafa sloppið svo vel

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að sér líði vel miðað við aðstæður. Það sé stjanað við hann á spítalanum. Hann segist stálheppinn að hafa sloppið svo vel sem raun ber vitni. Þetta sagði hann á fréttamannafundi sem nú er í beinni á NFS.

Hafdís Gísladóttir ráðin framkvæmdastjóri ÖBÍ

Hafdís Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands og tekur hún til starfa þann fyrsta febrúar. Frá ráðningu hennar var formlega gengið á fundi framkvæmdastjórnar ÖBÍ í gær en NFS greindi frá fyrirhugaðri ráðningu hennar fyrir rúmri viku.

Almenningur illa upplýstur um virkni loftpúða

Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að almenningur sé illa upplýstur um virkni loftpúða í bifreiðum. Vegna slyssins þar sem Steingrímur J. Sigfússon ók útaf í fyrrakvöld, kom fram að loftbúðar bifreiðarinnar, sem er jeppabifreið, hafi ekki virkað sem skildi.

Íslenskir fjárfestar kaupa tíunda stærsta banka Lettlands

Íslenskir fjárfestar, þar á meðal félag í eigu forstjóra Norvíkur, hafa fest kaup á ráðandi hlut í tíunda stærsta banka Lettlands, Lateko-banka. Eignir hans nema 30 milljörðum króna og hjá honum starfa 550 manns. Bankinn rekur skrifstofur í Lundúnum og Moskvu.

Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld

Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein.

Staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra

Kristbjörg Kristinsdóttir, staðarhaldari á Hótel Valhöll á Þingvöllum, gekk á fund forsætisráðherra fyrir hádegi vegna þeirra hugmynda um að Hótel Valhöll skuli verða rifið að hluta eða öllu leyti. Áform eru uppi um að halda samkeppni um hönnun nýs húss ef ákvörðun um niðurrif verður tekin.

Steingrímur J. Sigfússon boðar til blaðamannafundar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur boðað til blaðamannafundar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi klukkan 15 í dag. NFS mun senda beint út frá fundinum.

Engin þörf fyrir Norðlingaölduveitu

Engin þörf er fyrir Norðlingaölduveitu til að fullnægja raforkuþörf stækkaðs álvers í Straumsvík. Þrjár til fjórar nýjar virkjanir í Þjórsá, sem þegar hafa fengið umhverfismat, gætu fullnægt orkuþörf fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík.

Dómarafélagið gæti farið í mál við ríkið

Dómarafélagið tekur ákvörðun um það hvort farið verði í mál við ríkið vegna laga á Kjaradóm, eftir að Alþingi hefur afgreitt málið frá sér. Dómarar líta það alvarlegum augum ef framkvæmdavaldið, og eftir atvikum löggjafarvaldið, fari að hlutast til um laun sem óháðir aðilar hafa ákveðið.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Vilhjálm Egilsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Vilhjálmur er ráðinn í stað Ara Edwald sem senn tekur við stöðu forstjóra 365 miðla.

Grýlukerti hættuleg

Grýlukerti eru algeng sjón um þessar mundir enda kalt í verði og aðstæður kjörnar til myndunar þeirra. Grýlukerti myndast á húsum sem eru illa einöngruð og oftast við sperrur og þök. Þau myndast þegar nægjanlega hlýtt loft streymir út og bræðir snjó í dropa sem svo falla.

Snjóflóð féllu í Óshlíð

Ófært er um Óshlíð á Vestfjörðum vegna snjóflóða eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi og Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Á sunnanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður, ófært og stórhríð á fjallvegum, þungfært og stórhríð með ströndinni.

Blint í éljum á Reykjanesbrautinni

Mjög blint er í éljum á Reykjanesbrautinni og hafa ökumenn lent í vandræðum nú undir morgun. Einn bíll fór út af á sjöunda tímanum og björgunarsveit var kölluð út til að hjálpa fólki í bíl, sem lenti útaf á Sandgerðisvegi. Þá hefur fólk lenti í vandræðum vegna ófærðar við Grindavík. Þá gátu snjóruðningsmenn ekkert aðhafst á norðaustanveðrinu í gærkvöldi vegna óveðurs og er þar víða ófært

Varað við fuglaflensufaraldri í heiminum

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hafa varað þjóðir heims við því að hugsanlegur fuglaflensufaraldur geti dregið milljónir til dauða og telja að þörf sé á 90 milljörðum dollara á næstu þremur árum til þess að takast á við flensuna í fátækari ríkjum heims.

Hagnaður eykst um 135%

Hagnaður 16 helstu félaganna í Kauphöll Íslands, fyrir utan KB banka, eykst um 135% á milli áranna 2004 og 2005 að mati Greiningadeildar KB banka. Í spá bankans er gert ráð fyrir mun minni aukningu á árinu 2006.

Tómas Zoega segir hugsanlega upp á Landspítalanum

Tómas Zoega geðlæknir mun hugsanlega segja upp störfum hjá Landspítalanum ef Hæstiréttur staðfestir ekki dóm héraðsdóms í máli hans gegn spítalanum. Hann segir yfirstjórn spítalans hafa farið offari í málinu.

Styrktartónleikar skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum

Styrktartónleikar fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum. Tónleikarnir voru haldnir í Austurbæ 29. desember síðastliðinn. Auk þess voru lagðar tvöhundruð og áttatíu þúsund inn á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana.

Eru nagladekk óþörf?

Sérfræðingar Framkvæmda- og Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar vilja leggja gjald á notkun nagladekkja.

Sjá næstu 50 fréttir