Innlent

Kristbjörg Kristinsdóttir staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra

Halldór Ásgrímson forsætisráðherra boðaði Kristbjörgu Kristinsdóttur, staðarhaldara á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sinn fund í morgun til að kynna fyrir henni skýrslu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings um ástand Hótels Valhallar á Þingvöllum og hugmyndir þeirra um framtíðarstarfsemi. Kristbjörg tekur ekki undir það að leggja alfarið niður hótelrekstur á Þingvöllum en tekur þó undir það að fara verði í að kanna hvaða þjónustu eigi að bjóða uppá á Þingvöllum. Hún telur það góðan kost að byggja nýtt eða viðbót við hótelið. Kristbjörg segir viðtökur við opnum í vetur á hótelinu koma sér skemmtilega á óvart og greinilegt að íslendingar vilja komast í sveitasæluna á vetunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×